Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 52

Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 52
Mynd 3. Flæðiskema um meðferð þeirra sem fá rafstuð frá ígræddum hjartarafstuðstækjum. Skemað var samið af höfundi meðan hann var á University of lowa Hospitals and Clinics. hjartarafstuðstækja eru í gangi. Þær rannsóknir sem birtar eða kynntar hafa verið sýna flestar að meiri ávinningur virðist vera af notkun hjartarafstuð- stækjanna heldur en lyfjameðferðar. Þessar niðurstöður hafa jafnframt leitt af sér aukna notkun þessara tækja. Hins vegar eru ekki öll kurl komin til grafar enn. Rannsóknirnar eru ekki gallalausar og sérstaklega hefur verið tekið til þess að þátttakendurnir hafa fæstir verið á því sem nú er talin kjörmeðferð við kransæðasjúkdómi, þ.e. asetýlsalisýl- sýra, ACE-hemjari, betablokkar og blóðfitulækkandi meðferð. Jafnframt hafa þessar rannsóknir verið gagnrýnd- ar fyrir það að í fæstum tilfellum var betablokkameðferð beitt með amiodar- one, en sú blanda er mjög öflug gegn sleglatakttruflunum. Einnig er erfitt að átta sig fyllilega á þessum niðurstöðum þar sem einungis tvær af þessum fimm rannsóknum hafa birst á prenti. Þar til að allar rannsóknirnar eru birtar og við höfum frekari upplýsingar er líkast til réttast að meta ábendingar fyrir ígræddum hjartarafstuðstækjum hjá hverjum sjúklingi fyrir sig. MEÐFERÐ SJÚKLINGS SEM FÆR RAFSTUÐ FRÁ ÍGRÆDDU HJARTARAFSTUÐSTÆKI Flestir sjúklingar sem fá ígrætt hjartarafstuðstæki munu einhvern tímann verða fyrir þeirri reynslu að fá stuð frá tækinu. Það finnst flestum afar óþægilegt og lýsa því gjarnan sem þungu höggi á brjóstkassann. Allar gerðir ígræddra hjartarafstuðstækja hafa þann eiginleika að geta geymt upplýsingar um tilvik þar sem meðferð var beitt. I mörgum tækjum er meira að segja mögulegt að kalla fram hjartalínurit frá slíkum tilvikum. Eru þau mjög gagnleg við að ákvarða hvort meðferðin hafi verið vegna sleglahraðatakts eða af annarri ástæðu, s.s. gáttatifs eða sínushraðatakts (10). Mynd 3 sýnir flæðiskema um rannsóknir og meðferð á sjúklingum sem fá rafstuð frá ígræddum hjartaraf- stuðstækjum. Ef einungis er gefið eitt stuð og sjúkl- ingur er einkennalaus nægir að hann komi á sjúkra- hús eða göngudeild daginn eftir eða að nokkrum dög- um liðnum. Er hjartarafstuðstækið þá yfirheyrt af tölvu sem kannar ástæður rafstuðsins. Ef sjúklingur hefur fengið mörg stuð á stuttum tíma eða hefur ein- kenni, s.s. brjóstverk, mæði, svima eða hjartsláttar- ónot skal vísa honum á bráðamóttöku sem allra fyrst. Mat á bráðamóttöku skal byggja á sögu og skoðun, á söltum í blóði, sérstaklega kalíum auk þess sent hjartalínurit er skoðað m.t.t. merkja um blóðþurrð. Mikilsvert er að meta sjúklinginn vel m.t.t. blóð- þurrðar, hjartabilunar og lækkaðs kalíums í blóði, þar sem þetta eru aðstæður þar sem sleglahraðataktur get- ur komið fram. Jafnframt er mikilvægt að útiloka til- vist ofansleglahraðatakts eða gáttatifs og bilun í hjartarafstuðstækinu eða leiðslum þess sem stundum getur valdið óréttmætum rafstuðum. Fyrir þá sjúklinga sem endurtekið fá rafstuð af völdum sleglahraðatakts kemur vel til greina að bæta við lyfjum til að reyna að draga úr tíðni sleglahraða- taktsins. Það er að sjálfsögðu grundvallarmunur á verkun hjartarafstuðstækisins og Iyfjanna, þar sem að hjartarafstuðstækið meðhöndlar takttruflanir þegar þær verða, en lyfjameðferð miðast fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir þær. Að blanda saman lyfja- meðferð og ígræddu rafstuðstæki hentar því mörgum sjúklingum vel. Þau lyf sem helst eru notuð með ígræddum hjartarafstuðstækjum eru betablokkar, sotalol og amiodarone. Öll þessi lyf hafa gefist vel við að draga úr tíðni slegiahraðatakts og þar með fjöl- da rafstuða sem sjúklingur fær. Jafnframt kemur til greina í völdum tilfellum að beita brennslumeðferð 48 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.