Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 57

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 57
allt að tjóra mánuði nteð ákveðnum formerkjum og hefur það þegar valdið auknu framboði á stöðum að mati ráðningarstjóra. Einnig hefur reynst vel að eiga útdregna ráðningarröð a.m.k. mánuð fram í tímann þar sem iðulega koma inn stöður þar sem læknar þurfa að vita með góðum fyrirvara hvort þeir fái af- leysingu. Sú breyting að nú sé hvereinasti læknanemi í hverjum ái'gangi í úthringiröð hefur reyndar gert það að verkum að líkur aukast á því að læknir fái afleys- ingu. Breytingin hefur þó einnig í för með sér aukna vinnu fyrir ráðningarstjóra og auk þess getur hann ekki leyft sér að eyða jafn miklum tíma í að ná í hvern og einn. E.t.v. væri heppilegra að þeir sem mæti á ráðningarfundi séu í úthringiröð fyrir hvert tímabil auk þess sem menn geti tilkynnt á hvaða tímapunkti sem er að þeir vilji láta hringja í sig eftir áður útdreg- inni röð. Þetta myndi auka skilvirkni kerfisins og mun ráðningarstjóri að öllum líkindum leggja fram breytingartillögu varðandi þetta atriði fyrir aðalfund F.L. í vor. Framboð á afleysingastöðum til handa læknanem- um hefur farið vaxandi undanfarin ár og sl. 2 ár hef- urframboðið verið mjög mikið. Skólaárið 1995-1996 unnu læknanemar tæplega 5000 daga, 1996-1997 rúmlega 5500 daga, 1997-1998 rúmlega 6700 daga og 1998 - 1999 svo tæplega 7600 daga. Það sem af er skólaárinu 1999-2000 er sama uppi á teningnum, t.d. gekk þriðjungur útboðinna staða yfir jól og áramót ekki út á desemberráðningarfundi í lok nóvember sl. Aukið framboð vinnu er vitaskuld hið besta mál fyrir læknanema. Hins vegar þýðir þetta líka að mönnun- arvandi heilbrigðisstofnana er að aukast og það eru heilbrigðisyfirvöld að reyna að leysa með öllum ráð- um. T.a.m. er nú búið að binda 3 mánuði af kandídat- sári á heilsugæslu, svo sem frægt er orðið og mun sú umdeilda breyting fyrst koma til framkvæmda hjá þeim árgangi sem útskrifast í vor. Það er því ekki víst að vinnuframboðið haldi áfram að aukast endalaust - það er ekki einu sinni öruggt að það verði ætíð jafn mikið og það er núna og því ættum við að fara hægt í sakirnar með að gera stórkostlegar breytingar á ráðn- ingarkerfinu (eða jafnvel leggja það niður eins og sumir hafa haldið fram) út frá þeim forsendum. Það er skoðun okkar sem þetta skrifum að ráðning- arkerfi Félags Læknanema sé sanngjarnt og skilvirkt kerfi og við vonum að læknanemar haldi áfram að hlúa að því og betrumbæta þannig að það geti á sem bestan hátt þjónað læknanemum og læknum áfram. j WMUIHI 1 \m fil f %' UPis Pf1 w^BUnuaM h 1U i if FiljFW Æí’ Æ H \ i ■sss1, M ,t JHk ^ /||S /0 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 53

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.