Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 63

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 63
Frelsi til vals Þann 6. maí s.l. var reglugerð um veitingu lækn- ingaleyfa breytt. Breytingin fól í sér 3ja mánaða skyldu á heilsugæslustöð. Lítil sem engin umræða eða kynning hafði átt sér stað þrátt fyrir fyrirspurnir bæði læknanema og stjórnar FUL (Félags ungra lækna). Ekki fylgdi nein útfærsla á skipulagi þessarar vinnu eða tilgangi breytingarinnar. Var breytingunni og hvernig að henni var staðið harðlega mótmælt bæði af unglæknum og læknanemum. Vandi heilsu- gæslunnar er mikill, en verður ekki leystur með nauð- ungarvist kandídata í heilsugæslu. Fyrri reglugerð hafði boðið upp á allt að fjögurra mánaða val kandídata til að starfa í heilsugæslu. Hafa sumir nýtt sér þennan valkost og áhuginn farið frekar vaxandi, auk þess sem mjög margir hafa kynnst starfi í heilsugæslu við afleysingar í læknanáminu. For- svarsmenn heilsugæslunnar innan læknadeildarinnar hafa hins vegar lítið gert í því að hvetja nýútskrifaða læknanema til að nýta sér þennan valkost eða gera hann fýsilegri en að starfa á spítala. Verulegur skort- ur hefur verið á kennslu í heimilislækningum og námsstöðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sjúkrahús- in og deildir innan þeirra hafa hins vegar keppt sín á milli um kandídata, sem tvímælalaust hefur haft mjög jákvæð áhrif á kennslu og aðstöðu unglækna á sjúkra- húsunum. Ákveðið frelsi er því unglæknum mjög mikilvægt enda talið sjálfsagt í flestum öðrum grein- um. Leiða má að því rök að aukið frelsi í starfsvali væri æskilegra en frekari skyldur. Framhaldsmenntunarráð hefur stefnt að samvinnu við nágrannalönd og viðurkenningu þeirra á íslenkri framhaldsmenntun og mikilvægt er að sú þróun haldi áfram. Ljóst er að þriggja mánaða skyldudvöl á heilsugæslustöðvum mun hafa veruleg áhrif á það uppbyggingastarf sem átt hefur sér stað við kennslu og þjálfun unglækna á sjúkrahúsunum auk þess sem kandídatar hafa þar ákveðinn sess, sem er nauðsyn- legur við rekstur deildanna. Mikilvægt er því að allar breytingar á kandídatsárinu verði gerðar í samvinnu við framhaldsmenntunarráð áður en lítt ígrunduðum Þórir Auöólfsson breytingum er skellt á. Ljóst er að öll góð reynsla kemur sér vel, hvort sem er í heilsugæslu eða á sjúkradeild. Reglugerðar- breytingunni fylgdi ekki nein útfærsla, en sú sjálf- sagða krafa hefur verið gerð, að þær heilsugæslu- stöðvar, sem taka að sér kandídata, uppfylli ákveðin skilyrði til að tryggja að dvölin nýtist sem skyldi. Kandídatsárið er aðeins tólf mánuðir. Hvort skyldu- dvöl unglæknis á heilsugæslu komi sér betur en starf annars staðar, hlýtur að miklu leyti að byggjast á áhuga hans og stefnu til framhaldsnáms. Að skylda alla til starfa í þrjá mánuði á heilsugæslustöð af tólf mánuðum námstímans er tvímælalaust of Iangur tími. Komið hefur til tals að lengja kandídatsárið um tvo til þrjá mánuði. Flest framhaldsmenntunarprógrömm eru í tólf mánaða blokkum sem byrja f júní eðajúlí og því myndi slík lenging tetja flesta sem eru á leiðinni í framhaldsnám urn eitt ár. Með skipulagsbreytingu og styttingu á læknanáminu mætti e.t.v. íhuga þann valkost. Mikilvægt er að námsblokkir okkar á íslandi haldist í hendur við það sem gerist erlendis svo ekki verði óeðlilegar tafir í námi og starfi hjá þeim sem hyggja á framhaldsnám erlendis. Margt er enn óljóst varðandi framkvæmd nýju reglugerðarinnar. Æskilegast væri að hún yrði dregin til baka en í staðinn byðu ákveðnar heilsugæslustöðv- ar upp á áhugaverðar og skipulagðar stöður fyrir kandídata með kennslu og stuðningi sem nauðsynleg- ur er. Það yrði áhugaverður kostur fyrir marga. Eng- inn efast um að starf við heilsugæslu getur verið gef- andi, lærdómsríkt og skemmtilegt ef vel er að staðið. Eins og staðan er þegar þetta er skrifað hefur verið farið fram á styttingu á skyldunni í tvo mánuði. Væntanlegur útskriftarárgangur hefur einnig farið fram á að framkvæmd hennar verði frestað vegna þeirrar óvissu sem enn ríkir um framkvæmd hennar. Vonandi verður farið að þessum óskum. Höfundur er deildarlæknir og formaður Félags unglœkna LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 59

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.