Læknaneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 67

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 67
En aftur til sálfræðinnar. Hvað er fengist við í þeim fræðum? Er sálin til?, og sé svo, hvar er hún þá stað- sett? Sálin hefur vafist fyrir mörgum. Franski heim- spekingurinn Descartes er einn þeirra. I heimspeki sinni beitir hann skipulegum efa; hann dregur í efa gildi allra þeirra hugmynda sem hann hefur um heim- inn og eiginn veruleika. Hann kemst þó að þeirri nið- urstöðu að þar sem hann geti ekki neitað því að hann efist hljóti hann að vera til. I þeirri kenningu sem sprettur á þessum efasemdargrunni er sálin horn- steinn og Descartes gengur svo langt að ætla henni sess í heilakönglinum, djúpt í iðrum heilans. Fleiri en Descartes hafa efast, og þá jafnframt um þessa stað- setningu. Það hlýtur að vera svo að til að staðsetja fyrirbrigði eins og sálina verður að ríkja einhver ein- ing um við hvað er átt með ‘sál’. Sem dæmi um þetta verður að ríkja einhver sameiginlegur skilningur á hugtakinu ‘skurður’ áður en þeirri spurningu er svar- að hvort skurðir séu á plánetunni Mars. Ohætt er að segja að nokkuð sé enn í land með að samhugur ríki í skilningi manna á sálinni og því ekki vert að fjalla mikið um staðsetningu hennar. Eitthvað svipað má reyndar segja um spurninguna hvort sálin sé til enda er það svo að sálfræðingar hafa að mestu leitt þessa spurningu hjá sér og haldið ótrauðir áfram að athuga fyrirbrigði sem stundum eru kölluð sálræn og öðrum sem frekar eru tengd hegðun. Sem dæmigerð viðfangsefni þeirra má nefna hugsun, greind, minni, skynjun, tilfinningar, áhuga, viðhorf og fleira í svipuðum dúr. Sálfræðingar hafa leyst til- verukreppu þá sem mörgum finnst að þeir eigi að vera í með því að segja eitthvað á þá leið að fyrirfram verði ekki vitað hvort rannsóknir þeirra á þessum þáttum séu dæmdar til að mistakast. Þeir hafa látið heimspekingum eftir að kljást um tilvist sálarinnar, auk þess sem almenningur, ekki síst á Islandi, mynd- ar stóran áhugamannahóp um málið. Og erum við nú komin út á hálan ís því þeir áhugasömustu í þessum hópi tala ekki bara um sál heldur Iíka drauga, vofur, afturgöngur, reimleika og önnur voðalega dularfull fyrirbæri sem erfitt er að festa hendur á. Sálfræðing- ar eru reyndar ekki alveg saklausir í þessu efni því til er sérstakur hópur sálfræðinga, svo kallaðir dulsál- fræðingar, sem hafa opinberað áhuga sinn á þessum hlutum. Ég treysti ykkur fyrir því en íslendingar eiga einn heimsfrægan fræði- og vísindamann á þessu sviði og ég hef meira að segja unnið hjá honum. Það var reyndar að sumarlagi þegar bjartast er. Um þann anga sálarinnar, sé hún til, sem dulsálfræðin nær yfir, ríkja sérstaklega deildar meiningar. Meira að segja er dulsálfræðin ekkert alltof vel séð af mörgum öðrum sálfræðingum sem tala jafnvel illa um hana á manna- mótum. Öðruvísi en innan læknisfræðinnar þar sem siðareglur lækna kveða svo á um að eigi megi þeir tala illa um vinnu hvers annars við ókunnuga og svo látið líta út að öllum sé vel við alla! Margar og miklar atlögur hafa verið gerðar að dulsálfræðinni eða „Dulunni” eins og hún er Iíka kölluð í hópi sálfræðinema. Meðan ég var enn í sál- fræðinámi hófu stærðfræði- og heimspekikennari við Háskólann upp raust sína og vildu greinina bókstaf- lega feiga, kölluðu hana gervivísindi sem ekki ætti að stunda í háskóla og vísuðu henni á bás með stjörnu- speki. Þetta var náttúrlega erfitt tímabil, ekki síst fyr- ir mig sem hafði unnið við þetta. Vissu þessir menn ekki að draugar, hvort sem þeir eru nú til eða ekki, eru skemmtilegir, auka á tjölbreytni mannlífsins og til- heyra menningunni, eru hluti af þjóðarsálinni. Hvað hefði t.a.m. orðið um Þórberg Þórðarson án drauga - Bréf til Láru hefði án efa aldrei verið skrifað. An draugalegs myrkurs hefði yfirbragð ýmissa þjóð- sagna orðið annað og í draugalausri lilveru hefði orð- ið erfitt fyrir Gretti að glíma við Glám. Og svona mætti lengi telja. Svona hluti verður vitanlega að rannsaka fræðilega. Öllu verri gagnrýni hafði áður komið frá öðrum áðurnefndra tveggja herramanna sem olli því að ég lagðist undir feld fullur efasemda um fræðin. Hann skrifaði grein og spurði hreinlega hvort sálfræði ætti að vera til. Niðurstaða hans var eitthvað á þá leið, að öll sálfræði sem ekki byggðist á líffræðilegum grunni væri léttvæg fundin. Fór nú heldur að fara um draugana sem ekki höfðu í sér eina lifandi taug og sálfræðinga sem töldu sig hólpna hin- um megin við draugalandið. Sálfræðin lifði af atlög- una og ég skreið undan feldinum, þakklátur fyrir til- efni þeirrar sjálfrýni sem ég gekk í gegnum. Um stund hafði ég efast rétt eins og Descartes á undan mér, en svo efaðist ég ekki lengur og hélt áfram að vera til sem sálfræðinemi. Við Descartes erum ekki þeir einu sem hafa efast. Marteinn Lúther efaðist um trú sína og Kristur efað- ist á krossinum. Efahyggja er máski samofnari mann- legu eðli en margur hyggur og engan veginn óholl. Tökum dæmi, það hef ég reyndar líka frá heimspek- ingi. Því er oft haldið fram að virða beri skoðanir annarra, oftast án þess að rök séu færð fyrir því hvers vegna svo eigi að vera, kannski vegna þess að allir hljóti að samsinna þessu. Um þetta er rétt að efast. Ástæðulaust og ámælisvert er að virða skoðanir ann- arra ef maður veit að þær eru rangar, skoðanir fólks LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. érg. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.