Læknaneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 77

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 77
HLUTVERK DAUÐAVIÐTAKANS FAS LIGAND í BRJÓSTAÞEKJU Katrín Kristiánsdóttir. Helga M. Ögmundsdóttir og Þórunn Rafnar. Rannsóknarstofa f sameinda og frumulíffræði,Krabbameinsfélag Islands. ÚTDRÁTTUR: Virkjaðar T-drápsfrumur tjá dauðaviðtakann Fas ligand (FasL) á frumuhimnu sinni og er hann ein af leiðum þeirra til að drepa veirusýktar frumur og krabbameinsfrumur. Þeg- ar FasL á eitilfrumu tengist sjálfsmorðsviðtakanum Fas á frumu- himnu markfrumu fer hún í stýrðan frumudauða. Ensím geta klof- ið FasL frá frumuhimnunni og myndast þá leysanlegur FasL (sFasL) sem er talinn geta verndað frumur fyrir dauða af völdum himnubundins FasL. FasL er tjáður í sumum krabbameinum og getur hugsanlega veitt æxlinu vörn gegn ónæmiskerfinu með því að drepa eitilfrumur sem tjá Fas. Rannsóknir á brjóstaþekju benda til þess að bæði Fas og FasL séu tjáðir í eðlilegri og illkynja brjóstaþekju. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna þessa tjáningu í ferskum vef og athuga hvort FasL tjáning f brjóstaþekju getur drepið Fas-næmar eitilfrumur. Mótefnalitun á festum frumum leiddi í ljós að bæði Fas og FasL voru tjáðir í eðlilegri brjóstaþekju og brjóstafrumulínum. Yfirborð- stjáning þessara próteina var könnuð með því að lita lifandi frum- ur með flúorljómandi mótefnum og mæla í frumuflæðisjá. í ljós kom að Fas, en ekki FasL, var tjáður á yfirborði eðlilegrar þekju og frumulína. Samræktir voru gerðar með eðlilegri brjóstaþekju eða brjóstafrumulínum og Fas-næmum Jurkat T-eitilfrumum og frumu- dauði Jurkat frumna mældur f frumuflæðisjá. Frumudauði var meiri þar sem Jurkat frumur voru ræktaðar með brjóstafrumum heldur en þegar Jurkat frumur voru ræktaðar einar sér. Þessi dráps- áhrif virtust vera frumubundin því að æti af brjóstafrumum hafði eitt og sér engin áhrif á frumudauða. Ekki tókst að hindra drápið með sérhæfðum Fas-mótefnum. sFasL var ekki mælanlegur í æti af brjóstafrumum en lágt magn sFasL fannst í brjóstamjólk. Þessar niðurstöður benda til þess að Fas sé tjáður á yfirborði brjóstaþekju og brjóstafrumulína. FasL virðist einnig vera tjáður í brjóstavef en er ekki utan á frumum nema í sérstökum tilfellum eins og til dæm- is við brjóstagjöf. FLOGAVEIKI & ATVINNA Lára G. Sigurðardóttir"2. Elías Olafsson"'21 Háskóli fslands, læknadeild"’, Taugalækningadeild Landspitalans121 Inngangur: Flogaveiki er algengur sjúkdómur. Arlega greinast urn 130 tilfelli á íslandi og svara um 20% þeirra lyfjameðferð illa eða ekki. Þessir einstaklingar hafa tfð flog og benda jafnt erlendar rannsóknir sem reynsla hérlendis til þess að þeir eigi erfitt upp- dráttar á vinnumarkaði, þótt hvorki sé um andlega eða líkamlega fötlun né skerta vinnugetu að ræða, en þetta hefur verið lítið kann- að hér á landi. Með rannsókn okkar könnuðum við annars vegar at- vinnusögu einstaklinga með tíð flog og hins vegar afstöðu vinnu- veitenda til flogaveikra sem starfsmanna. Efniviður og aðferðir: a) Flogaveikir: Við völdum 10 floga- veika einstaklinga sem uppfylltu 5 skilyrði um tíðni og stærð floga og enga fötlun að öðru leiti. b) Vinnuveitendur: Við völdum 10 stór fyrirtæki sem hafa töluvert marga ófaglærða einstaklinga í vinnu.Rætt var við báða hópa, annaðhvort símleiðis eða með heim- sókn, og staðlaður spurningalisti lagður fyrir hvorn hópinn. Niðurstöður: a) Flogaveikir: 5 voru í vinnu og þar af 4 í hluta- starfi. Allir sem greindust með flogaveiki fyrir meira en tíu árum og höfðu verið úti á vinnumarkaðnum eða að leita að vinnu, höfðu annaðhvort misst vinnuna eða verið neitað um vinnu vegna floga- veikinnar. b) Vinnuveitendur: Viðhorf í garð flogaveikra var yfir- leitt jákvætt. Enginn hafði á móti því að ráða flogaveikan einstak- ling en flestir sögðust mundu kanna málið nánar. Almennt fannst viðmælendum þörf vera á fræðsluefni um málefni flogaveikra. Ályktanir: Greinilegt misræmi er milli jákvæðs viðhorfs vinnu- veitenda og erfiðleika flogaveikra á vinnumarkaðinum. Með auk- inni fræðslu er sennilega hægt að breyta þessu. Rannsóknin gefur mikilsverðar vísbendingar en er of lítil til þess að draga af henni víðtækar ályktanir. Mikilvægt er að rannsaka þetta frekar. KRABBAMEIN í ÞVAGBLÖÐRU, KRABBA- MEINSGRÁÐA, TÍÐNI ENDURKOMU, FRAMSÆKNI SJÚKDÓMS OG AFDRIF SJÚKLINGA ER GREINDUST Á ÍSLANDI 1986, 1987 OG 1988 Mannús Hialtalfn Jónsson, læknanemi, Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild SHR. Rannsóknin er afturskyggn og nær til þriggja greiningarára. Sjúklingarnir voru fundnir með hjálp Krabbameinsskrár Krabba- meinsfélags íslands. Til að fá upplýsingar um meingerð, gráðu æxlisins og æxlisstig voru skoðuð meinafræðileg svör frá Rann- sóknarstofu Háskólans í meinafræði. Núverandi ástand sjúklinga fram til 31. desember 1998 var metið með hjálp Hagstofu Islands, dánarvottorða og krufningarskýrslna. Afdrif þeirra sjúklinga er gengust undir brottnám þvagblöðru eða geislameðferðar voru at- huguð sérstaklega. Flestir sjúklinganna eða 114 (97.4%) höfðu æxlismeingerðina Transitional Cell Carcinoma (TCCa). Einn þriðji hópsins voru konur, meðalaldur þeirra var um 67 ár. Meðalaldur karlanna var sá sami. Á eftirlitstímanum lést þriðjungur karlanna og fjórðungur kvennana úr sjúkdómnum. Taflan sýnir sjúklingahópinn sem hafði TCCa skipt eftir æxlis- stigi. Taeru æxli bundin slímhúðinni. Tis eru setmein (cancer in situ) og Tl æxli með yfirborðslægan innvöxt í submucosa á með- an T2-T4 eru æxli sem vaxa í dýpri lög (vöðva) blöðrunnar og eða til nærliggjandi líffæra. T-Stig Fjöldi Hlutfall greindra Meðalaldur D0D' % 5 ára lifun 10 ára lifun Ta 66 56,4% 63,8 6% 98,3% 92,5% Tis 4 3,4% 56 50% 100% 75,0% Ti 15 12,8% 68 47% 57,4% 49,2% Tj 18 15,4% 71,5 78% 27,3% - T3 2 1,7% 80,5 100% - - Ta 8 6,8% 75,1 100% LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.