Læknaneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 85

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 85
samtök alþjóðafélaga læknanema á Norðurlöndum sem haldinn var í Kaupmannahöfn í apríl og var sá fundur vel heppnaður. Fulltrúar Islands sóttu fundi SCORA og fundi Grænlandsverkefnisins svo- kallaða sem nú er í þann mund að fara af stað og er forvarnarverk- efni svipað því sem hér er að hefjast en verður starfrækt á Græn- landi. Einnig var tekin sú ákvörðun að fundur FINO skyldi haldinn á íslandi árið 2000. Er það spennandi verkefni og frábært tækifæri fyrir íslenska læknanema almennt að kynnast kollegum sínum á Norðurlöndunum. Er það von nefndarinnar að sem flestir íslenskir læknanemar muni sjá sér fært að taka þátt í dagskrá fundarins. Sumarstarfið gekk vel fyrir sig. í júní komu hingað tveir sænskir læknanemar til að vinna rannsóknarverkefni og einn danskur læknanemi kom í verknám á Landspítala. I júlí komu hingað 12 nemar í verknám og í ágúst 10 nemar í verknám. Gekk þetta allt vel fyrir sig og áttum við gott samstarf við bæði stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. Stúdentaskiptanefnd sá um skipulagningu tveggja stór- ra ferða fyrir nemana og voru það annars vegar ferð til Vestmanna- eyja og hins vegar ferð sem farin var um Reykjanes. Einnig tók nefndin þátt í skipulagningu óvissuferðar ásamt ELSA. Samning- arnir sem gerðir höfðu verið fyrirfram voru illa nýttir af íslenskum læknanemum og voru það einungis samningarnir til Barcelona sem voru fullnýttir. Auk þeirra fór einn nemi til Prag, einn til Búdapest og svo fóru tveir nemar af öðru ári í krufningaferð dönsku samtak- anna til Tékklands. Þeir samningar sem gengu af voru nýttir af hin- um Norðurlöndunum enda hafði verið ákveðið á FINO fundinum að búa til sameiginlegan pott Norðurlandanna fyrir ónýtta samn- inga. Tveir fulltrúar fóru svo á Aðalfund IFMSA sem haldinn var í Mexíkó í byrjun ágúst. Þar voru gerðir nokkrir samningar um mót- töku á skiptinemum fyrir næsta sumar en að fenginni reynslu síð- asta sumars voru þeir að mestu einhliða en það þýðir að kostnaður við komu nemans er borinn af honum sjálfum en Stúdentaskipta- nefnd aðstoðar hann við að fá inni í starfsnám á sjúkrahúsi og finn- ur honum húsnæði. Tveir fulltrúar frá Stúdentaskiptanefnd og einn utan nefndarinnar hafa haft veg og vanda að skipulagningu for- varnarverkefnis læknanema. Námskeið var haldið í september fyr- ir læknanema þar sem boðið var upp á fyririestra og þjálfun í tján- ingu. F.h. Stúdentaskiptanefndar, Þórhildur Kristinsdóttir, formaður Stúdentaskiptanefndar SKÝRSLA RÁÐNINGARSTJÓRA FÉLAGS LÆKNANEMA Skólaárið 1998 - 1999 var nokkuð merkilegur tími fyrir Félag Læknanema (F.L.) Ráðningarkerfið spilaði þar stóra rullu, en vegna þess ákváðu nokkuð margir 6. árs læknanemar að standa utan félagsins. Þetta var náttúrulega afar slæmt fyrir félagið eins og gefur að skilja, bæði fjárhagslega og svo ekki síður vegna þess að við læknanemar erum lítili hópur sem þarf nauðsynlega að vera samstilltur til þess að við getum með sem bestum hætti staðið vörð um hagsmuni okkar. Framboð Samtais voru í boði 7.616 dagar í vinnu þetta skólaárið, sem er 888 dögum meira en í boði var skólaárið 1997 - 1998; þar af voru 4.130 dagar á sjúkrahúsum og 3.486 dagar í héraði (sjá töflu). Mönnun var tæplega 82% (3.372) í stöður á sjúkrahúsum og rúm- lega 72% (2.516) í stöður í héraði og er það svipuð prósenta og skólaárið 1997 - 1998. Þessi heildaraukning vinnuframboðs er athyglisverð í ljósi þess Dagar í héraði: Dagar á sjúkrahúsi: Samtals: 1995 - 1996 1.321 3.639 4.958 1996 - 1997 2.494 3.072 5.566 1997- 1998 3.876 2.852 6.728 1998 - 1999 3.486 4.130 7.616 að einungis er hér talin sú vinna sem unnin var af félögum í F.L. Dagar f héraði voru færri en árið á undan og skýrist það sennileg- ast af tvennu. Annars vegar af því að hluti 6. ársins stóð utan fé- lagsins og vann á eigin vegum og hins vegar af því að læknar á landsbyggðinni hafa sumir hverjir verið afar duglegir við að nappa unglæknum og sérfræðingum í afleysingar hjá sér. 18 læknanemar unnu meira en 100 daga á síðasta skólaári. Sá sem mest vann var með 158 daga, ráðningarstjóri var 16. í röðinni með 108 daga. Reglugerð Félags Læknanema um ráðningar Eins og að framan greinir stóð hluti 6. ársins utan F.L. sl. skóla- ár. Uppgefin ástæða þess að viðkomandi læknanemar ákváðu að vera utan félags var gömul og alltof mikið notuð lumma, þ.e. ráðn- ingarkerfið er heimskulegt, læknanemar verða af vinnu vegna þess, læknar fá ekki afleysingu vegna þess og þar fram eftir götunum. I kjölfar þessa klofnings var ákveðið að staldra aðeins við og skoða málin. Ráðningarstjórar sendu spurningalista varðandi ráðningar- kerfið til lækna í þeim tilgangi að kanna hvort í raun og veru væri jafn megn óánægja meðal lækna með ráðningarkerfið og sumir læknanemar hafa haldið fram. í mars sl. héldu svo ráðningarstjór- ar F.L. í samráði við stjórn F.L. ráðstefnu fyrir læknanema um ráðningarkerfið þar sem niðurstöður könnunarinnar voru kynntar og málin rædd. Niðurstöður könnunarinnar voru athyglisverðar og að mínu mati mjög ánægjulegar. Svörun var rúmlega 51% og í ljós kom að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra lækna sem svöruðu höfðu verið ánægð- ir með þá afleysingu sem þeir höfðu fengið í gegnum ráðningar- kerfið, 86% þeirra sögðu að ráðningarkerfi F.L. hefði reynst sér vel eða oftast vel og nánast allir ætluðu sér að nota það í framtíðinni ef ekki tækist að manna læknisstöður á annan hátt. Betur er fjallað um könnunina annars staðar í þessu blaði og auk þess er stefnt að því að birta niðurstöður hennar á heimasíðu F.L. Nokkrar breytingar voru gerðar á reglugerð F.L. um ráðningar á aðalfundi í apríl sl., m.a. á grundvelli umræðna sem fram fóru á áð- urnefndri ráðstefnu. Þær breytingar voru að mínu mati allar til góðs, en samandregið má segja að þær hafi opnað kerfið um leið og þær loka nokkuð vel á pot læknanema. Afbrot og sektir Tveir læknanemar voru sektaðir, báðir fyrir að taka stöðu fram- hjá ráðningarkerfi F.L. Báðir voru sektaðir um 5.000 kr. og námu heildarsektir þvf 10.000 kr. Ráðningargjöld Ráðningargjöld skólaárið 1998 - 1999 voru 1.500 kr. fyrir mán- uð á sjúkrahúsi og 1.800 kr. fyrir mánuð í héraði og hækkuðu þau því ekki frá árinu áður. Hins vegar Iagði ég til á stjórnarskiptafundi í septemer 1998 að rukka ekki ráðningargjöld fyrir vinnu skv. 48 klst. reglunni og var það samþykkt. Við útreikninga ráðningar- gjalda er mánuður 30 dagar. Gíróseðlar með ráðningargjöldum hafa verið sendir út og eru læknanemar hvattir til að greiða þá sem fyrst. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.