Úrval - 01.05.1963, Side 20
28
ÚR VAL
HOLLAND — Óshólmaáætlunin.
í febrúar árið 1953 skall versti
stormur síðan 1421 á Holland.
Braut Iiafið þá skörð í flóðgarð-
ana, þannig að flæddi yfir eina
ekru af hverjum 22 í landinu.
Um 47.300 hús, bændabýli ojg
skólar sködduðust, og um 1800
manns létu lifið. Árið 1952 höfðu
Hollendingar tekið að huga að
því, hvort ekki væri hægt að
koma i veg fyrir slík áföll og
einnig að því, hvort ekki væri
hægt að vinna land, með því að
loka nokkrum árósum. Eftir á-
fallið 1953 varð þörfin enn
brýnni; slíkt mátti ekki koma
fyrir aftur. Árangurinn er Ós-
hólmaáætlunin, en í sllkt stór-
virki hefur aldrei fyrr verið ráð-
izt, svo ekki sé meira sagt. Haf-
izt var handa árið 1955, og lík-
lega verður þessu ekki lokið að
fullu fyrr en árið 1978, og kostn-
aðurinn mun þá nema sem nem-
ur rúmum 750 milljón dollurum.
Unnið verður í suðvesturhluta
Iiollands, þar sem hafið skar
landið i fimm álmum. Þarna er
oft þungt í sjó og sjávarföll stríð.
Ætla menn nú að loka fjórum
af þessum fjörðum og einni á
með geysimiklum flóðgörðum, og
þrír af þessum görðum verða enn
styrktir með varaflóðgörðum
inni i landinu. Eitt sund verður
skilið eftir opið ásamt einum
mildum skipaskurði, þannig að
samgöngur heftist ekki við Ant-
werpen og Rotterdam.
Þegar er búið að reisa einn
flóðgarð yfir Veersche Gat; annar
er vel á veg kominn, og nýlega
var hafizt handa við þann þriðja.
Byrjað verður svo á þeim fjórða
árið 1965. Alla flóðgarðana verð-
ur að byggja úti á rúmsjó, og
eins og gefur að skilja er sjór-
inn þar oft illskeyttur og ekkert
lamb að leika sér við.
Flóðgarðurinn yfir Veersche
Gat er á fjórða kílómetra á lengd.
Hægt hefði verið að byggja
garðinn nær landi, en hollenzku
-*—Norfolk i
—^gTTT7T-mrtii:::;:i.fmnr;ilii.íir~:t:i'*^' nll, Ií IT'lj.Ii11)III'i
-------------------------------------------------------------------------