Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 33
SALÓMON KONUNGUR . . .
41
voru ekki auðveld á dögum Gamla
Testamentisins. Hún vissi jafnvel
ekki, að hún elskaði hann, þótt
hún væri iögð af stað í ferðina
á fund hans. Hún dvaldi i Jerúsal-
em, höfuðborg ríkis hans, i lang-
an tíma og virti hann fyrir sér
að störfum. Þá tók hún að gera
sér grein fyrir hinni raunveru-
legu ástæðu fararinnar. En samt
viðurkenndi hún það ekki fyrir
öðrum — ef til vill ekki heldur
fyrir sjálfri sér.
Gömul eþiópisk saga fjallar um
það, hvernig augu hennar opn-
uðust fyrir ást hennar á konung-
inum, en drottningin frá Saba er
álitin hafa grundvallað konungs-
ríkið, eða keisaradæmið, Eþíópíu
(Abyssiníu), og hinir innbornu
stjórnendur þess halda því fram
enn þann dag í dag, að þeir séu
komnir af drottningunni frá Saba.
Drottningin frá Saba, sem í
bibliunni er kölluð Drottning
Suðursins sat í hásæti sínu og
hlustaði á sögurnar, er Tamrin
kaupmaður hafði að segja. Sam-
kvæmt lýsingu Kebra Nagast,
hinni eþíópisku „Bók um Dá-
scmdir Konunganna", var andlit
hennar fagurt og vöxtur hennar
dásamlegur." Og hún átti til að
hera undursamlegan skilning,
leiftrandi gáfur. Hún hafði þegar
ríkt i sex ár, en hún var ekki
gift.
Tamrin var mjög auðugur
kaupmaður. Hann átti miklar
lestir úlfalda, og voru þeir 520
að tölu, einnig átti hann 73 skip.
Salómon konungur var þá að
reisa musterið mikla í Jerúsal-
em, og hann hafði lieyrt Tamrins
getið. Sendi liann honum því
skilaboð og bað hann um að
færa sér allt það frá Arabíu, er
hann áliti geta komið að notum
við byggingu mnsterisins, „rauða-
gull og svartan við, sem ormar
fá eigi etið, og einnig safíra.“
Tamrin hafði haldið til Jerúsal-
em með úlfaldalest sína, og hann
hafði fylgzt með störfum Saló-
mons langtímum saman, meðan
hann dvaldi þar. Hann hafði orð-
ið djúpt snortinn af speki hans,
blíðlyndi hans og réttlætiskennd
þeirri, er birtist í orðum hans.
Einnig hafði það haft djúp áhrif
á hann, að konungurinn leit ]>er-
sónulega eftir öllu því, er varð-
aði byggingu musterisins, og sagði
öllum verkamönnunum fyrir
verkum. Einnig höfðu hin geysi-
legu auðæfi konungs haft mikil
áhrif á kaupmanninn, og dýrð
hallar hans, en hún var öll gnlli
prýdd og dýrum steinum og lög'ð
dýrmætum viðartegundum.
Kaupmaðurinn var aðalbirgða-
meistari drottningarinnar frá
Saba, og hann sagði iienni frá
öllu, er hann hafði séð í heim-
sókn sinni til Jerúsalem.
í bókinni Kebra Nagast stend-