Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 56
64
ÚR VAL
tæki framleiða hljóðtækniút-
búnað til þess að mæla og hafa
stjórn á „hávaða“ þeim, sem
fylgir nútíma iðnaði og flugi
þrýstiloftsflugvéla. Þar er um
að ræða hljóðmæla, hljóðgrein-
ingarkerfi og hljóðeyðancii
hljóðnema til notkunar í verk-
smiðjum og stálsmiðjum. Fram-
leidd eru tæki til þess að prófa
oliuleka, þreytuslit, staðsetn-
ingu og aukningu titrings, o. fl.
Önnur tæki eru notuð til þess
að mæla teygjanleika vefnaðar.
HLJÓÐLITRÓFS-GREIN-
ÍNGARTÆKI.
Eitt slíkt gagnlegt tæki er
hljóðlitrófs-greiningartæki. Það
mælir tíðni hljóðbylgna í hlutum
á hreyfingu, en þeir framkalla
oft ofboðslegan hávaða, og grein-
ir eyrað stundum þann hávaða
en stundum ekki. Þá er um að
ræða háa eða lága tiðni, sem
mannlegt eyra getur ekki greint,
t. d. yfir 18.000 cycles á sekúndu.
Tæki þetta greinir einnig hættu-
legan titring og áhrif af skyndi-
legum, ofsalegum liávaða.
Tæki, sem greint geta hljóð,
sem mannlegt eyra fær ckki
greint, gætu t. d. komið í veg
fyrir hörmulega atburði líkt og
þann, sem gerðist, þegar þrýsti-
loftsknúin flugvél dró að sér
risavaxinn hóp af störum, þegar
hún hóf sig upp af flugvelli í
Boston. Flugvélin hrapaði, þegar
fuglarnir settu þrýstiloftshreyfl-
ana úr sambandi. Hljóðlifróf
þrýstiloftsvélarinnar í Electra-
vélinni líktist sem sé hljóði því,
sem uppáhaldsréttur staranna,
skordýr að nafni „cricket“, gefur
frá sér.
Sífellt er verið að finna ný
not fyrir hljóðorkuna. Það virð-
ist lítill vafi á því, að eftir
nokkur ár verður orka þessi
notuð á miklu fleiri sviðum en
nú, bæði á heimilum og í sjúkra-
húsum jafnt og í verksmiðjum
og á viðgerðarverkstæðum.
Þegar hinn fátæki kemur til nirfilsins, þá verður hann þess
áskynja, að hann hefur þar 'fyrir sér mann, sem er margfalt
fátækari en hann.
Sá, sem flytur þér fréttir af öðrum, segir öðrum fréttir af
sjálfum þér.