Úrval - 01.05.1963, Side 23
31
Afgreiðslustúlkan við fagurlimaða
stúlku, sem er að máta fleginn
kjól: „Sko, þetta er prýðilegur
skrifstofukjóll. Hann er með vilja
hafður svolítið ögrandi, svo að
húsbóndinn hugsi sig tvisvar um,
áður en hann tekur upp notkun
sjálfvirkra véla í skrifstofunni.“
•
Sumir segja, að það sé betra
að vera snauður og sæll, frekar en
vellauðugur og vansæll. Mér kem-
ur i hug, hvort ekki er hægt að
synda á milli skers og báru í þessu
—■ það er að segja að vera sæmi-
lega efnaður og í fýlu.
•
Franskur prófessor kenndi um
tíma við bandarískan háskóla, og
brá honum ónotalega í brún í
fyrsta tímanum, þegar nokkrir
kvenstúdentanna tóku upp prjóna
sína og fóru að prjóna, þegar hann
hóf fyrirlesturinn. En þegar að
næsta tíma kom, hafði hann fund-
ið lausnina á vandamáli þessu.
„Eg þarf að birta þýðingar-
mikla tilkynningu," sagði hann.
Allir lögðu við hlustirnar. Prófess-
orinn hélt áfram máli sínu og
sagði: „Héðan í frá verður „ófrísk-
um“ stúlkum einum leyft að prjóna
í tímum.“
Eftir það var ekki framar prjón-
að í tímum.
•
Nemandi spurði eitt sinn frægan
prófessor, hvað hann ætti að gera
til þess að tileinka sér samræðu-
list.
„Jú, eitt getið þér gert,“ svaraði
prófessorinn. „Viljið þér hlusta á
það, sem ég segi yður.“
1 nokkur augnablik ríkti alger
þögn. Svo sagði nemandinn: „Ég
er að hlusta, prófessor."
„Sko, sjáið þér nú bara,“ sagði
prófessorinn. „Þér eruð þegar
byrjaður að tileinka yður þá göf-
ugu list.“
Væri það ekki góð hugmynd, að
hinar ýmsu þjóðir skiptust stund-
um á kennslubókum í sögu, bara
til þess að sjá hvernig aðrir túlka
sömu staðreyndirnar ?
•
Karlmenn eru ekki eins hugaðir
og konur. Reynið bara að ímynda
ykkur karlmann, sem er með einn
shilling í vaisanum, skunda inn í
klæðaverzlun og máta sjö jakkaföt.
L.