Úrval - 01.05.1963, Side 41
SALÓMON KONUNGUR . . .
49
gaf henni einnig skip, og hin
eþíópiska saga skýrir svo frá, að
hann hafi gefið henni nokkurs
konar flugvél.
Hann kallaði hana á sinn fund,
er hún var að leggja af stað, og
dró hring af litla fingri sinum,
gaf henni og sagði:
„Tak hring þennan, svo að þú
megir aldrei gleyma mér. Og fari
það svo, að þú hafir frjóvgazt af
sæði mínu, skal hringur þessi
vera þess tákn. Verði það svein-
barn, skal hann koma á minn
fund. Og megi friður guðs hvíla
yfir þér!“
Ósk Salómons rættist. Balkis ól
honum son; Drengurinn var kall-
aður Menelik. Nafn það bera
stjórnendur Eþíópiu enn þann
dag í dag, og þeir segja, að þeir
séu komnir af Menelik — og því
einnig af Salómon konungi og
hinni fögru drottningu frá Saba.
Hljómlist við barnsburð.
Tveir italskir fæðingarlæknar eru teknir til þess að notfæra
sér hljómlistina sem hjálpartæki til hess að róa sængurkonur,
meðan hríðirnar standa yfir. Þetta eru bræðurnir dr. Giuseppe og
Giancarlo Donadio. Meðan á útvíkkun stendur, leika þeir róandi
og ómfagra hljómlist, svo sem nocturnur Chopins eða „Valse
Triste" eftir Sibilius. Á meðan fæðingin stendur yfir, vilja sæng-
urkonurnar heyra eitthvað, sem er meira örvandi, t. d. forleik-
inn að „Willhelm Tell“. Sumar vilja jafnvel fá hergöngulög, og
læknarnir tóku það einnig fram, að nokkrar báðu um twisthljóm-
list — og fengu hana.
Af þeim 30 konum, sem fengu „músik-therapy“ fyrir barns-
burð og meðan á honum stóð, álitu allar nema þrjár, að hljóm-
listin hefði hjálpað þeim. Frá þessum niðurstöðum skýrðu Italirn-
ir tveir á alþjóðlegu þingi „Psychosomatic Medicine and Child-
birth". En franskur læknir átti Þar síðasta orðið þessu máli við-
víkjandi, en hann skýrði frá því, að við fæðingu Hinriks 4. Frakk-
landskonungs, sem þekktur var fyrir kraft, kímnigáfu og riddara-
mennsku, hefði verið sungið Baskalag. Meðan á fæðingu hans
stóð, var það sungið — af móður hans.
— Medical World News.