Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 62
70
ÚRVAL
Aðrir atvinnuvegir verða síðan
að fylgjast með, þótt engin af-
kastaaukning sé fyrir hendi til
að mæta kostnaðinum, því að
annars geta þeir ekki haldið þvi
vinnuafli, sem þeir þurfa.
Þótt hin mikla eftirspurn eft-
ir vinnuafli sé vafalaust höfuð-
orsök launaskriðs, skipta áreið-
anlega fleiri atriði máli. Jlikil-
vægast þeirra er, að almennir
kaupgjaldssamningar eru of ó-
sveigjanlegir og taka venjulega
allt of lítið tillit til þarfa at-
vinnufyrirtækja og aðstæðna á
vinnumarkaðinum. Mál, sem
hægt væri að leysa með samn-
ingum, verða því leyst með
beinu samkomulagi atvinnurek-
anda og viðkomandi launþega.
Afleiðingin virðisí vera, að mik-
ill hluti raunverulegra kaup-
hækkana eigi sér stað án nokk-
urrar aðildar launþegasamtak-
anna. Ofan á þetta reyna þau
engu að síður að bæta almenn-
um kaupgjaldshækkunum, þótt
engar forsendur séu lengur fyr-
ir því, að þær geti leitt til'kjara-
bóta, þar sem launaskriðið hef-
ur þegar gleypt alla framleiðslu-
aukningu þjóðarbúsins.
III.
Hér á landi hefur þessu fyrir-
bæri verið mjög lítill gaumur
gefinn af hagsmunasamtökum
launþega og' atvinnurekendum.
Þær tölulegu upplýsingar, sem
fyrir liggja, benda eindregið til
þess ,að launaskrið sé hér mik-
ill þáttur í tekjuaukningu laun-
þega. Hins vegar eru þessar upp-
lýsingar allt of takmarkaðar og
ónákvæmar til þess að hægt sé
að segja nokkuð með vissu um
orsakir og þróun launaskriðs hér
á landi í samanburði við önn-
ur lönd, enda þótt varla sé vafi
á, að hlutaskipti sjómanna og
ákvæðistaxtar iðnaðarmanna
séu stórir þættir i tekjuþróun-
inni. Eru þessi mál öll eitt af
mörgum rannsóknarefnum, sem
nauðsynlegt er að sinnt verði
sem allra fyrst, ef hægt á að vera
að grundvalla samninga og um-
ræður um launamál á traustu
mati staðreynda í stað hæpinna
fullyrðinga, sem of oft hafa ein-
kennt meðferð þessara mála
hingað til.
Samtök launþega og atvinnu-
rekenda geta ekki til lengdar
lokað augunum fyrir áhrifum
hinnar miklu tekjuaukningar,
sem launaskrið hefur í för með
sér, á almenna kaupgjaldssamn-
inga. Hitt er svo annað mál,
hvort æskilegt sé að stöðva
launaskrið með öllu, sé slíkt
yfirleitt framkvæmanlegt við
þær aðstæður, sem hér ríkja á
vinnumarkaðinum. Erlendis hef-
ur sú skoðun viða komið fram,
að launaskrið sé æskileg tegund