Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 124
132
ÚR VAL
leiSangursmönnum var vísað á
staðinn.
AS klukkutíma liðnum voru
mennirnir þrír saman komnir
á spítalanum i Juneau. Enginn
þeirra var mikið meiddur og
þeir voru furðu fljótir aS ná sér
eftir hrakfarirnar. Allir höfðu
þó talsverSa áverka, en Jerry
hafði brákaS tvö rif og öklda-
brotnaS. En þeir fengu allir
heimfararleyfi að kvöldi fyrsta
dags.
Jerry lét það vera sitt fyrsta
verk, að skila nælonkaðlinum
aftur í verzlunina, þar sem
han nhafði verið keyptur. klann
kvartaði undan þvi við verzl-
unarstjórann, að kaðallinn hcfði
ekki haldið 500 kílóa þunga,
eins og loforð hefðu verið gef-
in fyrir. Verzlunarstjórinn
bauðst auðmjúklega afsökunar,
og bauðst til að endurbæta
tjónið. „Ég vona bara, ungi
maður, að það hafi ekki valdið
ySur neinum óþægindum,“
sagði hann.
Áhafnalaust skip — undir skipstjórn rafeindaheila.
Niður eftir Dnieper, hinu breiða fljóti í Sovétríkjunum, siglir
dieselskip, „Laboratoria" (Rannsóknastofa) að nafni, undir skips-
stjórn rafeindaheila. Á því er engin önnur áhöfn en sjálfvirkar
vélar. Skipið siglir sína leið, tekur nákvæmar beygjur á réttum
stöðum og forðast rif og grynningar. Dýptarmælar og önnur
tæki senda stöðugt upplýsingar til rafeindaheilans, sem gefur
síðan tafarlaust sínar fyrirskipanir. Skip þetta er notað af rann-
sóknamönnum frá æðri skólum Kievborgar, vatnafræðingum og
útvarpstæknisérfræðingum til þess að rannsaka ýmis konar kerfi
sjálfvirkrar skipsstjórnar.
XXX
Fólksmergðin í Indlandi.
Vel er hægt að gera sér grein fyrir vandamálum Asíu á sviði
fræðslumála, þegar mönnum verður hugsað til þeirrar staðreynd-
ar, að í Indlandi einu eru 46 milljónir barna á skólaskyldualdri,
en það er svipaður fjöidi og öll íbúatala Frakklands.
— Unesco Courier.