Úrval - 01.05.1963, Page 32
Kaupmaður nokkur s'agði fialki.s, hinni yndisfriðu. \
drottningu Eþiópiu, drottningunni frá Saba, sögur af Sótlómon
konungi hinum glæsta og uitra. ]
Og Balkis varð gripin slíkri óeirð, að hún varo að halda
á hans fund — yfir sólsviðnar auðnir. j
Salómon konungur
og drottningin af Saba
Eftir R. Stern.
— TUNDUM verður fólk
'; ástfangið við- fyrstu
sýn. Kona kemur
’A k-Tý- auga á mann, og hann
■ virðist draga hana
að sér á einhvern
dularfullan hátt. Þau ræðast við
um stund, og það er sem eitthvað
bindi þau sterkum böndum að
eilífu. Þetta kemur fyrir. Það er
sjaldgæft, en það kemur þó fyrir.
Oft kviknar ástin þó, eftir að
fólk hefur verið samvistum æ
ofan í æ, oft langtimum saman.
Karhnaðurinn og konan hittast
æ ofan í æ við vinnu eða í sam-
kvæmislífinu, og eftir nokkurn
tima taka þau að gera sér grein
fyrir því, að smekkur þeirra er
likur, að þau eiga betra með að
lynda livort við annað en við
nokkrar aðrar manneskjur. Þau
finna, að tengsl hafa myndazt
þeirra á milli. Og skyndilega gera
þau sér grein fyrir því, að þau
hafa raunverulega elskað hvort
annað í langan tíma.
Það er ákaflega sjaldgæft, að
einhver finni til ástar við það
eitt, að heyra annarri persónu
lýst, án þess að hafa hana aúgum
litið. En þó kemur það fyrir.
Þetta kom einmitt fyrir drottn-
inguna frá Saba. Hún fylltist ást
á Salómon konungi, þegar hún
heyrði lýsinguna á því, hversu
dásamlegur maður hann væri.
Hún vissi ekki, áð hún væri
farin að elska hann. Hún áleit
aðeins, að hún hefði mikinn á-
huga á þessum eftirtektarverða
manni, og vildi gjarnan hitta hann
og læra af honum. Það var langt
á milli landa þeirra, og ferðalög
40
— R. Stem. —