Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 173
RASPUTIN, LODDARINN MIKLI
181
og þá skal ég syngja fyrir yður.“
Rasputin horfði andartak
hvasst á unga prinsinn og tæmdi
siðan glasið.
Yussupov tók að syngja, og
vonaði á hverri minútu, að Ras-
putin mundi rjúka um koll og
losa sig úr þessari hræðilegu
prísund. Nú heyrðist hávaði að
ofan, hinir voru sýnilega farnir
að gerast óþolinmóðir.
„Hvaða hávaði er þetta?“
spurði Rasputin.
„Ætli gestirnir séu ekki að
fara. Ég ætla að gá að því,“
sagði Yussupov, og þaut upp
á loft. í skrifstofudyrunum
stóðu hinir, allir með skamm-
byssur í hendi.
„Eitrið verkar ekki,“ tuldr-
aði hann. Siðan þreif hann
skammbyssuna af Dmitri stór-
hertoga, og þaut niður aftur.
Rasputin sat enn við borðið,
en virtist nú vera dálítið þungt
um andardrátt.
„Eruð þér ekki frískur?“
spurði prinsinn.
„Ég er svolitið þungur i höfð-
inu,“ sagði Rasputin og drakk
eitt glas enn og reis síðan á
fætur.
Yussupov beindi skammbyss-
unni að brjósti hans og skaut.
Rasputin rak upp öskur og féll
á gólfið.
Hinir komu nú þjótandi nið-
ur. Rasputin lá á bakinu, með
lokuð augu, en það voru enn
drættir i andlitinu, sem þó brátt
hættu.
Lasovert læknir beygði sig
niður, athugaði hann vandlega
og lýsti því yfir að hann væri
dauður. Á þvi gæti enginn vafi
leikið, kúlan hlyti að hafa farið
i gegnum hjartað.
Til þess að villa um fyrir
Ochranamönnunum, ef einhverj-
um kynni að hafa tekizt að fylgja
honum hingað, var nú Suchotin
klæddur i frakka Rasputins, og
Lasovert, sem enn var í ekils-
búningi, ók honum og Dmitri
stórhertoga til húss Rasputins,
en Yussupov og Purishkevitch
urðu eftir.
Að stundarkorni liðnu þótti
Yussupov visslara að aðgæta,
hvort Rasputin væri áreiðanlega
dauður. Hann fór þvi niður og
tók á púlsinum en fann ekkert.
Hann þreif þá í handlegg Ras-
putins og hrissti hann, en hann
féll máttvana niður aftur. En
er hann nú horfði i andlit hon-
um, sá hann sér til skelfingar,
að krampadrættir komu í and-
litið og svo opnuðust augun og
hann starði upp í andlit morð-
ingjans. Og svo skeði hið ótrú-
lega. Með snöggu átaki staulaðist
Rasputin á fætur. Hann reikaði
til Yussupovs og tók fyrir kverk-
ar honum. Þetta hræðilega at-
vik fylgdi Yussupov siðan til