Úrval - 01.05.1963, Side 51
IIIN FRÆGA ROTHSCIULDÆTT
59
(Allt til þessa dags eru það líka
nær undantekning'arlaust Roth-
schildar, sem veita forstöðu hin-
um stóru bönkum).
Það varð einnig brátt trúar-
setning eða ættarkredda, að með-
liniur „Fjölskyldunnar" gæti
yfirleitt ekki fengið betri maka,
en einhvern annan fjölskyldu-
meðlim. Af 12 sonum hinna fyrstu
fimm bræðra, kva^ntust níu dætr-
um frænda sinna. Af þeim 58
hjónaböndum, sem afkomendur
gamta Mayer Amschels hafa
gengið í, hafa 29 brúðhjón verið
systkinabörn. Hvað veldur þessu?
iMeðal annars það, að einungis
Rothschildfaðir var fær um að
táta af mörkum heimanmund,
sem var sæmandi Rothschild-
tengdasyni. Innan ættarinnar
stefndu menn fremur að því að
safna auði en eyða og voru um-
fram allt andvígir því að sólunda
nafninu á vandalausa.
Faðir Henry de Rothschilds
hafði mikinn áhuga á læknavis-
indum og lét reisa stórt heilsu-
hæli fyrir berklasjúklinga við
Berck-Plage. Henry sjálfur varð
læknir og styrkti Curie-stofnun-
ina fjárhagslega í baráttunni gegn
krabbameininu. Þeir Lionel Walt-
er og Mathaniel Charles bróðir
hans söfnuðu skartgripum og þeg-
ar Lionel Walter lézt árið 1937
lét hann eftir sig stærsta náttúru-
sögulega einkasafn í heimi, með
m. a. 2l/2 milljón fiðrilda, möl og
öðrum skordýrum. Frændi Lionel
Walters, núverandi Rothschild
lávarður, er einn af stjórnendum
náttúrufræðilegra tilraunafram-
kvæmda við háskólann í Cam-
bridge og' kunnur náttúrufræð-
ingur.
Edmund Rothschild var majór
í stórskotaliðinu í síðari heims-
styrjöldinni. „Eddy var einn af
duglegustu liðsforingjunum okk-
ar,“ segir einn vinur hans. „Hve-
nær sem einhver okkar þurfti á
hjálp að halda — vegna þess t. d.
að móðir hans dó og hann þurfti
að fá heimfararleyfi og peninga
— þá fór hann alltaf til Eddy,
jafnvel þótt hann væri úr allt
annarri herdeild. Hann vissi
nefnilega að Eddy myndi kippa
i rétta strenginn, eða draga
Rothschild-ávísanaheftið sitt upp
úr vasanum."
I Exbury, Hampshire lét Lionel
Xathan de Rothschild reisa þrjá-
tíu gróðurhús úr gleri og valeik,
sem náðu yfir þrjár ekrur iands.
Þar ræktuðu hinir 200 garðyrkju-
menn hans hundruð þúsunda af
dásamlegum alparósum. „Herra
Lionel framkvæmdi stöðugar
víxlfrjóvganir og' ræktaði þannig
meira en 1200 mismunandi af-
brigði af alparósum," segir nú-
verandi ráðunautur, Peter Bark-
er. — „í tiu ár fylgdist hann með
öllum ungu fræplöntunum, og