Úrval - 01.05.1963, Síða 35
SALÓMON KONUNGUR . . .
43
sinnar og skýrði henni frá því,
að hún „fyndi til slíkrar ástar á
vizkunni“, að það væri nauðsyn-
iegt fyrir hana að yfirgefa land
sitt um stundarsakir til þess að
leita þessarar vizku. í hinni löngu
ræðu sinni útskýrði hún það fyrir
þjóðinni, hversu nauðsynlegt það
væri hverjum manni, að búa yfir
vizku og efla þekkingu sína og
hlúa að henni. Síðan sagði hún,
að um leið og vizkunni væri sýnd
virðing, væri hinum vitra manni
einnig sýnd virðing,“ og enn
fremur sagði hún jafnvel: „Ég
elska hann, þótt ég hafi aðeins
heyrt um hann talað, án þess að
hafa séð hann, og sögurnar af
iionimi, sem mér hafa verið sagð-
ar, eru sem draumar míns eigin
hjarta. Þær eru mér hið sama og
vatn er sárþyrstum manni.“ Auð-
vitað ætiaðist hún ekki til, að
þessi ástarjátning hennar yrði
skilin sem ástarjátning eiginkonu
gagnvart eiginmanni. Hin inni-
legu orð, sem hún notaði, voru
aðeins tákn hennar austurlenzka
tjáningarmáta.
Þjóðin samþykkti, að hún gæti
haft gagn af ferð þessari. Hið
sama gerði Tamrin. 797 úlfaldar
voru klyfjaðir, enn fremur miklu
fleiri múlasnar og asnar, og svo
lagði hún af stað.
Salómon tók á móti henni með
mikilli viðhöfn. Hann fékk henni
einkaíbúð í konungshöllinni, og
hann sendi henni gnægð matar
og vins og leikara og trúða til
þess að skemmta henni og fylgd-
arliði hennar.
„Og hann heimsótti hana sér
til mikillar ánægju, og hún heim-
sótti hann sér til niikillar ánægju,
og hún sá speki hans, skynjaði
réttlæti dóma hans, alla dýrð
hans, hina dásamlegu töfra hans,
og hún heyrði hina undursamlegu
mælsku hans. Og hún undraðist
þetta i hjarta sínu og hug, og
skilningur hennar skynjaði það
og angu hennar greindu það,
hversu aðdáanlegur hann var.
Og hún undraðist mjög allt það,
er hún heyrði og sá til hans, hina
fullkomnu framkomu hans, hinn
óviðjafnanlega skilning hans,
töfra litillætis hans, mikilúðleik-
ann i svip hans og öllu fasi. Og
hún tók eftir hinni blæbrigða-
ríku rödd hans, hlustaði á hin
vitru orð, er hrutu af vörum
honurn. Hún sá, að allar hans
fyrirskipanir voru gefnar á virðu-
legan hátt. Hún heyrði, að hann
svaraði öllu á rólegan hátt með
röddu, er virtist bera guðsótta
vitni. AUt þetta sá hún, og hún
undraðist ofurgnægð vizku hans,
og orð hans og allt mál var full-
komið, allt, er hann sagði, var
fulikomið."
Dögum saman virti hún hann
fyrir sér, er hann vann að bygg-
ingu musterisins. Hún sá, hversu