Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 174
182
ÚRVAI
æviloka. Með geysilegu átaki
tókst honnm að slíta sig úr
höndum hins deyjandi manns
og þjóta upp stigann. „Fljótt.“
hrópaði hann, „Látið mig fá
skammbyssuna, hann er lifandi
ennþá!“
Rasputin hafði á meðan tek-
i.st að skreiðast upp tröppurnar
og komst lit. Purishkevitch þaut
upp tröppurnar og út á eftir
honum, og Yussupov heyrði tvö
skot. Hann þaut þá út og í sama
bili kvað við þriðja og fjórða
skotið, og hann sá Rasputin loks
falla. Purishkevitch kom hlaup-
andi, beygði sig yfir hann og
virtist loks öruggur um, að hann
væri dauður, því að nú kom
hann aftur heim að húsinu og
gekk inn.
Skotin höfðu heyrzt út á götu
og nú kom lögregluþjónn inn
um garðshliðið. Yussupov herti
sig upp og gekk til móts við
hann. Lögregluþjónninn þekkti
hann þegar, heilsaði að her-
mannasið og mælti:
„Við heyrðum skot, vonandi
hefur ekki orðið slys, yðar
hágöfgi.“
„Nei, nei,“ sagði Yussupov og
reyndi að hlæja. „Við vorum að
skemmta okkur og einn vinur
minn fór að skjóta upp í loftið.
Mér ykir leitt, ef við höfum vald-
ið einhverjum ónæði.“
Þegar hinir þrír komu til
baka með vagninn, vöfðu þeir
líkið í teppi og óku með það út
á Petropavlovsbrú á Nevu og
fleygðu því í fljótið.
FORLEIKXJR AÐ MEIRI
HÖRMUNGUM.
Morðingjarnir komu enn einu
sinni saman og sóru hátíðlega,
að láta aldrei neitt uppi um
glæpinn. En of margt hafði gerzt
til að hægt væri að halda þvi
leyndu.
Að sjálfsögðu hafði verið gef-
in skýrsla um skotin í garði
Yussupovs, og prinsinn var yfir-
heyrður aftur, fyrst af lögregiu-
fulltrúa og síðan lögreglustjóra
Pétursborgar. Kvöidið eftir
morðið, þegar prinsinn ætlaði
að yfirgefa borgina, var hann
tekinn fastur að skipun drottn-
ingar og settur í stofufangelsi.
Dmitri stórhertogi var einnig
hafður i haldi. Drottningin var
sannfærð um, að þeir hefðn
myrt Rasputin, og vildi láta taka
þá af lífi, en keisarinn lét nægja
að visa þeim úr landi.
Lik Rasputins fannst skorðað
við einn brúarstöpulinn. Það
var lagt í skrautlegt skrín og
látið standa í einkakapellu
drottningarinnar og síðan jarð-
sett í leyni, og veit enginn enn
í dag, hvar hann liggur.
„Örlög óvina minna verða