Úrval - 01.05.1963, Side 134

Úrval - 01.05.1963, Side 134
142 ÚR VAL fram á vor. Þó heldur Ingstad því fram, að þarna sé Vínland. Okkar menn aftur á móti fara varlegar í sakirnar hvað það snertir, en þar kemur þó síðast að þeir vilja ekki neita því, að þarna kunni islenzkir menn að hafa komið og dvalið lengri eða skemmri tíma. Annars hefur það sem þeir hafa látið blöðunum i té, meira verið ferðasögur en skilgreining á rannsóknum, en það verður að bíða þar til unnið hefur verið úr þeim gögnum, sem safnazt hafa. Verður þá sennilega gefin út allsherjar- skýrsla, sem þeir standa allir að, sem unnu þarna. Þó væri æskilegt að okkar menn vildu láta Árbók hins íslenzka forn- leifafélags eitthvað yfirlit um þetta verk i té, þar sem hún er hið eina rit hér á landi, sem um svona mál fjalla. Munu þvi marg- ir bíða hennar með óþreyju. En hvers vegna eru menn að reyna að koma Vínlandsnafninu á þennan stað? Það er eins og ekki sé um neina aðra menn að ræða, sem farið hafi til þess- ara landa, en þá Leif og Þorfinn og þeirra menn. Rústir jocssar geta vel verið eftir islenzka menn, þótt Vinlands sé sunnar að leita. Heimildir fornritanna geta mest um þessa menn og þess vegna er oftast reynt að heimfæra staðlýsingar upp á það, sem þar er lýst, þegar þessi mál ber á góma, þvi að margir hafa glíint við þessa gálu áður. En það er líka jafn víst, að fleiri íslenzkir sæfarar freistuðu gæf- unnar á þessum slóðum en þeir, þótt þeir séu ekki nafngreindir, er jieirra óbeinlínis getið. Má þar fyrst nefna, að sama sum- ar og Eirikur rauði fór að byggja Grænland fór hálfur þriðji tug- ur skipa úr Breiðafirði og Borg- arfirði. Fjórtán komust út þang- að; sum rak aftur, en sum týnd- ust. Það var fimmtán vetrum fyrr en kristni var lögtekin á ís- landi, segir sagan. Þessi skip, sem týndust og enginn veit nú hve mörg voru, gátu auðvitað hafa farizt, þó er það engan veginn vist. Þau gat auðveldlega rekið suður i hafið, það langt að verða of sunnarlega fyrir, til jiess að finna Grænland, hald- ið þó áfram ferð sinni i vestur- átt og komið að landi einhvers staðar á ströndum hinna vest- rænu landa, Labrador, Nýfund- nalandi eða jafnvel enn sunnar. Nú vill svo vel til, að Grænlend- ingasaga geymir heimild um eina slíka ferð, en það er hin al- kunna ferðasaga af Bjarna Her- jólfssyni einmitt þetta sama sum- ar um þessar sömu slóðir. Hann hrakti suður í haf, svo að hann sigldi fram hjá Grænlandi og vestur að ströndum Vesturheims.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.