Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 153
BASPUTIX, LODDARINN MIKLI
161
kona drottningarinnar, Raspu-
tin i gcstaboð til systur sinnar,
Golovina greifynju. Maurice Pa-
leologue, siðar ambassador
Frakka við keisarahirðina, hef
nr lýst komu Rasputins i boðið.
„Dyrum salarins var skyndi-
iega svipt upp,“ ritar bann, „og
risastór bóndi birtist í gættinni,
þar sem um 50 manns var sam-
an komið og spjailaði og bló.
Hann stóð þar hreyfingarlaus
unz allir voru þagnaðir og
störðu á hann. Þá stikaði hann
inn i salinn, jafn öruggur um
áhrifin af komu sinni eins og
hinn æfðasti leikari.“
Paleologue var gagntekinn af
þeim ómótstæðilega krafti, sem
frá honum stafaði. Augu hans
voru sefjandi og komu mönnum
úr jafnvægi, og í þessu úrvals-
samkvæmi tiginna gesta — stór-
hertoga, preláta, æðstu for-
ingjar hersins og því um líkt —
var ekki einn einasti, sem var
ósnortinn af þessum óskýranlega
krafti. Einkum virtist allt kven-
fólk „reiðubúið að krjúpa fyrir
honum á næsta andartaki.“
„Þegar ég liorfði á hann,“ rit-
aði ambassadorinn siðar, vissi ég
að Rasputin, Jjessi óheflaði bóndi
var hættulegasti maður, sem ég
hafði nokkurn tima kynnzt."
samsærismennirnir
LEGGJA SPILIN Á BORÐIÐ.
Nokkru eftir að hann kom
til boðsins, kom í ljós, til hvers
honum hafði verið boðið, er
Rasputin var beðinn að koma
inn í bókaherbergið og dyrunum
lokað á milli. Þar var Jaá komið
til alvarlegrar ráðstefnu fimm
manns: Hermogen biskup, Vladi-
mir Purishkevich, meðlimur
„Dúmunnar" (rússneska ljings-
ins), foringi fylkingarjnnar
lengst til hægri og einn valda-
mesti maður í Rússlandi, ásamt
systrunum þremur, önnu Vyru-
bovu, greifaynju Golovinu og
barónessu Pistolkovs. Einn af
þessum fimm hefur sýnilega
verið fulltrúi lögreglunnar, þvi
að í Ochrana-skýrslunum er því
nær orðrétt skráð, loað sem fram
fór í Jiessu viðtali.
Biskupinn og þingmaðurinn
byrjuðu á því, að spyrja Ras-
putin um samband hans við
keisarafjölskylduna. Hann svar-
aði þeim af ósvifinni hreinskilni.
„Bæði keisarinn og drottning-
in eru óðfús að fá að lieyra
minar skoðanir," sagði hann.
„Keisarinn tekur enga ákvörð-
un fyrr en hann hefur spurt uin
mína skoðun.“
Aheyrendurnir litu hver á ann-
an. Sá orðrómur var þá sannur,
að keisarinn liefði misst alla
dómgreind undir liarðstjórn
þessa undirmanns. En Rasputin
lét sem ekkert væri. Hann stóð