Úrval - 01.05.1963, Side 79
VIÐHORF NÚTÍMAÆSKV . . .
87
máls, hvort skólastjórar séu
réttu aðilar til aS brýna skir-
lifi fyrir unga fólkinu. Né
heldur skiptir það miklu máli,
hvort þjóðfélagið eSa skólarnir
ættu aS skifta sér að einkalifi
mannu, þó marga greini á um
þaS síðarnefnda. Ég álit hins
vegar, að aðalhættan sé i því
fólgin að fæða óskilgetin börn
í heiminn; börn, sem seinna
eiga ef til vill hvergi höfði sínu
að halla, og öðlast ekki það
nauðsynlega öryggi, sem þau
eiga heimtingu á. Ef það á ekki
fyrir ungu stúlkunum að liggja
að fæða óskilgetin börn, eða
neyðast til að giftast of ungar
aðeins til að geta feðraS börn
sín, verða einhverjir aðilar að
koma vitinu fyrir þær.
Fyrir um það bil tuttugu ár-
um lá málið ósköp ljóst fyrir í
bandariskum skólum. Hver ó-
gift stúlka, sem grunuð var um
að hafa haft mök við karlmenn
var gerð brottræk úr skólanum,
annað hvort með góðu eða illu.
Skólarnir álitu það skyldu sína
að halda uppi heiðri sínum i
siðferðismálum.
En þegar fram liðu stundir,
breyttist álit manna á þessum
málum. Þegar bifreiðin kom til
sögunnar var ekki lengur þörf
á því, að ungar stúlkur væru si-
fellt i fylgd með öðrum sér til
verndar. Siðferðisreglur skól-
anna fóru að verða meira til
málamynda til að halda uppi
sóma stofnunarinnar, en til að
koma i veg fyrir drykkjuskap og
ólifnað. Slæm hegðun og ó-
leyfileg kynferðismök voru þó
enn brottrekstrarsök.
Siðan hófst nýtt tímabil. Sið-
ferðispostularnir komust nú að
þeirri niðurstöðu að ekki væri
rétt með öllu að hegna hinu
unga fólki fyrir víxlspor þeirra,
og enn var slakað til i refsiað-
gerðum. Nú kom það jafnvel
fyrir að stúlkur, sem farið höfðu
villur vegar í siðferðismálum,
voru teknar í skólana aftur, þegj-
andi og hljóðalaust.
Á næstu árum varð mikil bylt-
ing i siðferðismálum um allan
heim. Menn fóru að sætta sig við
kynferðismök ógiftra, svo fram-
arlega sem það endaði með
hjónabandi. Af þvi leiddi að
ungt fólk fór að gifta sig miklu
fyrr en áður hafði tíðkazt, og
naut þvi ekki ósjaldan aðstoðar
foreldranna fjárhagslega.
Þegar foreldrar og kennarar,
prestar og aðrir þeir, sem ein-
hvern þátt eiga í siðferðismálum
þjóðarinnar, féllust á þessa nýju
kenningu, afsöluðu þeir sér
ábyrgð sinni gagnvart ungdómn-
mn. í staðinn fyrir að hvetja
þetta unga fólk til þess að gæta
hófs og gifta sig ekki, meðan
skyldur skólaáranna krefjast