Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 40
48
Ú R VA L
dauðþyrst. Hún mátti til með að
fá sér eitthvað að drekka.
Nú var hún glaðvöknuð, og lnin
hugsaði til drykkjarvatnsins, er
hún hafði séð þjóninn setja á
borðið við hvílu Salómons. Hún
reis upp úr rúmi sinu og lædd-
ist á tánum yfir að hvilu hans.
Hún fylgdist nákvæmlega með
svip hans. Hann andaði djúpt og
reglulega og hreyfðist ekki.
Hún tók ofur varlega um glasið
og lyfti því að vörum sér.
Konungurinn tók viðbragð og
greip um hönd henni. Hann hafði
eigi sofið.
„Nú hefurðu rofið eiðinn, sem
þú sórst mér, er þú sagðist aldrei
myndu taka neitt nieð valdi í húsi
mínu,“ sagði hann.
Balkis sá, að hiin var í mikilli
klípu, og þar eð hún elskaði hann,
kann það að vera, að hún hafi
glaðzt vegan þess fremur en
hryggzt. En henni fannst samt,
að hún yrði að malda í móinn,
og því sagði hún:
„Hef ég rofið eiðinn með því
að drekka vatnið?“
Salómon svaraði með annarri
spurningu:
„Hefurðu nokkurn tima aug-
um titið nokkuð i guðs grænni
veröld sem betra er en vatn?“
Drottningin andvarpaði. Hún
gerði sér grein fyrir þvi, að Saló-
mon hafði unnið leikinn, og sagði
þvi:
„Ég hef syndgað gegn sjálfri
mér og hef rofið eið minn. En
leyfið mér samt að slökkva þorsta
minn.“
Salómon var himinlifandi yfir
því, hversu framkvæmd áætlunar
hans liafði farið vel úr hendi. En
hann vitdi vera fullviss um, að
Balkis þráði hann í raun og veru.
Því lagði hann hönd sina á öxl
henni og sagði, um leið og hann
Jeit i augu henni og brosti við:
„Er ég ef til vill leystur undan
eið þeim, er þú lézt mig sverja
þér?“
Og hún brosti við honum og
leit hugfanginn á hann, e-n þó
með stríðnisglampa í augum,
likt og hann væri ekki voldugur
og vitur konungur, og sagði:
„Sértu leystur undan eiði þin-
um . . . en leyf mér bara að
slökkva þorsta minn.“
Og þannig giftust þau, Salómon
konungur og drottningin frá Saba,
og hin raunverulega ósk hennar,
er luin Iiafði skynjað svo seint,
rættist nú. En hún varð að halda
næstum tafarlaust heim til lands
sins og þjóðar.
Áðiir en hún yfirgaf hann, gaf
hann henni marga fagra og dýr-
mæta gripi af gnægð auðæfa
sinna. í lestinni, sem hún hélt
með frá Jerúsalem heim til Eþí-
ópiu, voru sex þúsund úlfaldar
og fjöldi eyðimerkurvagna. Hann