Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 87
LANDIÐ ÞÁ OG NÚ
95
hjól vagnanna. Á Norðurlöndum
hefur hún aðallega breiðzt út
eftir aldamótin 1900. Gullbráin er
dæmi um óvenju harðgerða og
frjósama jurt, sem fylgir i fót-
spor mannsins uni víða veröld
og notar öll farartæki, skip,
járnbrautir, bíla, járnvinnslu-
tæki og á> síðustu timum flugvél-
ar.
Hér i Reykjavik er hún áleitið
og allstórvaxið illgresi i görð-
um. En hún fleytir lika fram líf-
inu á harðtroðinni jörð — á
melum, stakkstæðum og milli
götusteina. Þetta var ágrip af
sögu eins aldamótaslæðings.
Ræktað land stækkar óðum og
á því er erlendur gróðursvipur.
Barrtré leysa sums staðar björk-
inaafhólmi. Alaska-lúpinur bæta
jarðveg melanna og lita þá bláa.
Ribsið sáir sér i Hallormsstaða-
skógi. Erlendar grastegundir
ríkja á nýræktartúnum. Nær all-
ar ræktaðar matjurtir eru út-
lendar að uppruna, sömuleiðis
flest skrautblóm úti i görðunum
og öll gróðurhúsa- og stofublóm-
in. Innfluttar tegundir eru orðn-
ar miklu fleiri en tegundir villi-
jurta á íslandi. Langt er siðan
þessi þróun byrjaði. Kúmenið á
íslandi á líklega „rót sína að
rekja“ til Vísi-Gisla. Magnús Ket-
ilsson, Skúli fógeti, Björn í
Sauðlauksdal o. fl. fluttu tals-
vert inn af jurtum til ræktunar.
Schierbeck landlæknir gerði til-
raunir með á fimmta hundrað
matjurta, trjáa, runna og skraut-
jurta. Einar Helgason reyndi
mun fleiri. Síðan lcomu gróðrar-
stöðvar, skógræktin, sandgræðsl-
an, garðyrkjustöðvar og garð-
yrkjuskólinn, Atvinnudeild Há-
skólans o. fl. aðilar. Byg'gt land
hefur mjög breytt um svip.
Landnámsmönnum mundi
bregða í brún, mættu þeir líta
upp úr gröfum sinum og sjá
byggingarnar, ræktunina, en
líka uppblásturinn og skógaeyð-
inguna. Gróðurfarið hefur
breytzt mjög við byggðina. En út
um mýrar, holt og hlíðar halda
þó flestar tegundir hins villta
gróðurs velli ennþá. Og þó er
„hús eða þak“ gróðursins, birki-
skógurinn, víða horfinn.
Svefnsýkin í Afríku.
1 Afriku eru nú um 114 milljón nautgripir, en sú tala yrði auð-
veldlega tvöfölduð, ef hægt væri að þurrka út svefnsýkina (try-
panosomiasis), sem tsetse-flugan ber á milli manna og dýra á
hitabeltissvæðum Afríku.