Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 39
SALÓMON KONUNGUR . . .
.47
Drottningiri frá Saba var þvi
hrædd. Hún sagði:
„Sver iþú mér í nafni guðs, guðs
ísraels, að þú munir ekki taka
mig með valdi. Samkvæmt lögum
mannanna er ég enn hrein mey,
og yrði ég tæld, myndi ég halda
leiðar minnar í sorg og þrúgandi
kvöl.“
Salómon hafði einmitt óskað
sér slíkra viðbragða frá hennar
hálfu, og hann hafði því svar á
reiðum höndum. Hann svaraði:
„Ég sver þér, að ég muni ekki
taka þig með valdi, en þú verður
einnig að sverja mér, að þú mun-
ir ekki taka neitt það með valdi,
sem í mínu húsi er.“
hetta var furðuleg bón! Hún
hló feimnislega.
„Þú ert vitur maður,“ sagði
hún. „Hví spyrð þú þá sem fávís
maður? Álítur þú, að ég muni
stela einhverj'u eða taka eitt-
hvað það á brott með mér úr
íbúð konungsins, sem konungur-
inn hefur eigi gefið mér? Þú mátt
ekki halda, að ég sé hingað kom-
in vegna ástar á auðæfum. Þar
að auki er riki initt eins auðugt
og þitt, og ég hef allt, sem ég
óska mér. Ég fullvissa þig um,
að ég er eingöngu hingað komin
í leit að vizku þinni.“
Og Salómon svaraði þessu á
þann hátt, að það var sem hann
vildi halda gamni þessu áfram:
„Viljir þú láta mig sverja, verð-
ur þú einnig að sverja frammi
fyrir mér. Annað væri ekki rétt-
látt. Og viljir þú ekki láta mig
sverja, mun ég ekki láta þig
sverja.“
Þá sagði Balkis:
„Sverðu mér, að' þú munir ekki
taka mig með valdi, og ég mun
sverja, að ég muni eigi taka neitt
af eigum þínum með valdi.“
Og þau sóru bæði.
Búið var um hvílu konungs
öðrum megin í svefnherbergi
hans og um hvílu drottningar
hinum megin. Það var bjart í
herberginu. Salómon gat fylgzt
með því, á meðan hirðmeyjar
hennar bjuggu hana til hvilu, en
á meðan gerðu hirðmenn hans
hið sama við hann. Á meðan
undirbjó hann næsta skref. Hann
sagði ungum þjóni að setja
drykkjarvatn á borð við hvíluna
og gæta þess, að drottning sæi
er það væri látið þar. Að því
búnu fóru þjónarnir.
Drottningin frá Saba sofnaði
tafarlaust, en hvíld hennar var
eigi löng. Hún hafði etið of mikið
og drukkið af hinum kryddaða
mat og drykk, en svo hafði Saló-
mon gert ráð fyrir, að fara myndi,
og því vaknaði hún eftir dálitla
stund, kvalin þorsta.
Hún reyndi að sofna aftur. Hún
reyndi að væta varir sínar með
tungu sinni, eu munnur hennar
var sem skrælnaður. Hún var