Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 59
SÉRKENNI LÍFVERUNNAR . . .
G7
til Neanderthalmannsins, varð
eina breytingin aftur á móti sú,
að til stjrrktar neðri kjálkanum
varð hann þykkari og gildari en
áður. Síðan kom sú tegund
mannsins fram á sjónarsviðið,
er þú tilheyrir, sem Homo
sapiens (hinn vitiborni maður)
nefnist, og' á síðasta augnabliki
þessarar þróunar kom fram að
því er virtist tilviljunarkennd
breyting til styrktar hinum V-
laga kjálka. Það myndaðist
nokkurs konar skástoð •— hak-
an.
Þegar þeir sérfræðingar, sem
rannsaka útdauðar lifverur, taka
að grandskoða steingervinga
sina einhvern tíma í framtíð-
inni, mun þeim eingöngu með
hjálp einnar vísbendingar tak-
ast að flolcka okkar tegund,
homo sapiens, og greina hana
frá öllum öðrum mann- og
mannapategundum, er hafa
uppi verið á undan okkur. Og
vísbending þessi er hakan okk-
ar. Það er ekki um neitt annað
raunverulegt sérkenni að ræða.
Sýndu henni því tilhlýðilega
virðingu, þegar þú þværð hana
eða rakar.
Verðlaun fyrir hjólastól, sem getur „klifrað“ upp og niður stiga.
1 Bandaríkjunum hefur manni verið heitið 500 dollara verð-
launum, sem fundið geti upp hjólastól, er geti „klifrað" stiga.
Þeir, sem boðuðu fyrir skemmstu, að verðlaun þessi stæðu hug-
vitsmönnum til boða, voru Luther H. Hodges, viðskiptamálaráð-
herra Bandarikjanna, og Melvin J. Maas, fyrrum hershöfðingi,
sem veitir forstöðu stjórnskipaðri nefnd, er á að finna leiðir til
að veita fötluðum atvinnu.
Ætlazt er til þess, að hjólastóll af þessu tagi verði vélknúinn,
svo að fötluðum gangi betur að komast á og af vinnustað sínum.
Frestur til að skila tillögum í þessu efni var útrunnin um sið-
ustu áramót, en ekki hefir frétzt, hversu margar tillögur bárust.
Gleym þú ekki dauðanum, maður, því að vist gleymir hann
þér ekki.