Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 114
122
Allmiklar jökulár falla niður
Leirufjörð úr Drangajökli.
í HrafnsfirSi voru í seinni tið
ekki nema tveir bæir, en Lóna-
fjörður og Veiðileysufjörður hafa
verið i eyði i tíð flestra núlifandi
manna, að nndanskildum bænum
Kvíum við Lónafjörð.
Strandamegin er byggðin aðeins
nokkrir smáfirðir og víkur, langt
milli bæja og samgöngur erfiðar.
Þar þurfti ýmist að fara yfir háa
fjallgarða eða út fyrir löng nes,
sums staðar einstigi eða hrilta-
lega tæpar ieiðir. En grösugt er
þar og sumarfagurt og mikil
hlunnindi af reka, eins og al-
kunna er.
Samgönguskilyrði eru eftir at-
vikum góð frá Grunnavík allt inn
á Leirufjörð og Hrafnsfjörð,
hvergi neinar torfærur aðrar en
Jökulsárnar. Og úr Hrafnsfjarðar-
botni yfir Furufjörð liggur Skor-
arheiði, lág og auðveld yfirferðar.
Meðan þarna var byggt ból, var
þar aðeins farandi um með hest-
vagn, og aldrei nein nýtízkuleg
farartæki, en bilvegur var ruddur
inn að Dynjanda í Leirufirði, eftir
að fólkið var byrjað að flýja
byggðina.
Allar samgöngur við Lónafjörð
og Veiðileysifjörð voru hins veg-
ar mjög erfiðar á landi. Við þá má
heita undirlendislaust, víða ófært
með sjó fram, og yfir gnæfa
hvassbrýnd fjöjl, ekki árennileg,
ÚRVAL
sizt að vetrarlagi, þegar allra
veðra er von.
Á fyrri öldum hefur Grunna-
víkurhreppur ekki þótt ólífvæn-
leg byggð. Þegar á fyrstu öldum
íslands byggðar eru sagnir ura
að þangað hafi menn sótt til nytja
mikilla landkosta. Og haft er á
orði, að þar hafi aldrei verið
hungur, þótt oft syrfi fast að
mönnum í breiðari byggðum
þessa lands.
Vitað er um ýmis eyðibýli, sem
farin eru löngu úr byggð. Þannig
virðist skriðjökull hafa eytt bæ
eða jafnvel bæjum í Leirufirði.
En þegar á allt er iitið, sjást engar
breytingar á högum byggðarinn-
ar fyrr en á síðustu áratugum.
Að sumu leyti var fornum siðum
haldiði þar lengur en annars stað-
ar. Fært var frá á mörgum bæj-
um fram yfir 1930. Byggðin var
afskekkt, ekki í neinu vegarsam-
bandi við aðra landshluta, ferðir
á litlum bátum til Isafjarðar erf-
iðar og tímafrekar, lika eftir að
menn fengu vélar í bátana, og
ferðir Djúpbátsins voru lengi ekki
nema ein eða tvær í mánuði, eftir
því hvar var i sveitinni.
Fólkið var kjarnmikið og
hraust. Það var ekki algengt, að
menn úr fjarlægum byggðarlög-
um settust þar að, og þess vegna
einræktaðist hinn sterki stofn.
Það vandist á að sækja gull i