Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 26
34
URVAL
þess að likaminn liefur haldið
eftir vatni. En við algera föstu
verkar þetta vatnsíhald auðsjá-
anlega ekki, og vogin sýnir sjúk-
lingnum þegar í stað árangur
föstunnar. Algengast er að menn
léttist um 1% til 2 pund á dag,
fyrstu dagana, sem er meira en
vænta mætti, miðað við það
magn hitaeininga, sem eyðist.
Við þann gleðilega og sam-
stundis sýnilega árangur, að fitan
bráðnar af þeim í pundatali, bæt-
ist svo hitt, að þetta gerist hjá
flestum án nokkurra hungur-
kvala. Einn sagði: „Eftir þetta
fyrsta tímabil — hungrið, sem
hjá flestum varir aðeins einn dag
— er maður kominn yfir það.“
Annar sagði: „Sá, sem fastar,
minnir á björn í vetrarhiði, hann
getur talað og gengið um sjúkra-
húsið, en langoftast liggur hann
fyrir.“ (Menn þreytast fljótt, þeg-
ar þeir svelta).
Hvers vegna verða menn ekki
svangir?
Dr. Duncan fann svarið við
þessari spurningu, og lagði með
því drjúgan skerf til vigtar-rann-
sóknanna. í blóði hinna svelt-
andi myndast „keton“ (mild sýra
af ediksýruflokki), sem dregur
úr og eyðir hungrinu. Blóðpróf
á sjúklingunum sýna, að fyrstu
24—48 klukkustundirnar er litið
keton í blóðinu — og meðan svo
er, eru þeir svangir. Þegar prófin
sýndu vaxandi keton í blóðinu,
tók lystin að réna. Læknirinn
getur komizt að þvi, hvort sjúk-
lingurinn hefur brotið föstuna,
einfaidlega með því, að rannsaka
kefonmagnið i blóðinu.
Margir sjúklinganna vildu fasta
áfram, jafnvel lengur en 14 daga,
en dr. Duncan vildi ekki eiga á
hættu neinar slæmar afleiðingar.
Hann lét þá fara heim á 900—
1500 hitaeininga fæði, sem þeir
venjulega gátu ekki torgað nokkra
fyrstu dagana. Þeir héldu samt
ekki áfram að léttast; margir
þyngdust meira að segja ofur-
lítið. Méð vaxandi matarlyst,
fjölgaði iika hitaeiningunum sem
þeir borðuðu. Þessari þyngdar-
aukningu gátu þeir dr. Duncan og
samverkamenn hans eytt, með
því að láta sjúklingana fasta
heima hjá sér í einn eða tvo daga,
á hæfilegum fresti.
Fasta í öðru skyni en til mcgr-
unar, hefur verið haldin í heiðri
frá fornu fari. í Biblíunni er hún
nefnd 74 sinnum. Kristur fast-
aði í 40 daga og 40 nætur. Mú-
hameðstrúarmenn halda ahnennt
hina mánaðarlegu Ramadanföstu*
frá sólarupprás til sólset-
urs, og Búddhatrúarmönnum þyk-
ir fasta eiga vel við hugleiðingar
sínar og meinlætalifnað.
* Ramadan er 9. mán. ársins
hjá Múhameðstrúarmönnum.
M