Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 85
LANDIÐ ÞÁ OG NÚ
93
á stríðsárunuin og síðan lengi
hænsnabú. Þarna athugaði Ein-
ar M. Jónsson urtir á árunum
1955 og 1950 og fann 39 tegundir
erlendra slæðingsjurta. Grasa-
tegund nokkur, fjölær, herpunt-
ur, harst á Háskólalóðina (og
viðar til Rvikur) á striðsárun-
um og lifir enn góðu lifi. Hann
er ættaður frá Bandaríkjunum.
Sandfax barst líka (liklega með
enska setuliðinu) á Háskólalóð-
ina um 1940 og hefur vaxið þar
síðan. í sumar sem leið sá ég
þroskalega breiðu af sandfaxi í
hlaðvarpanum á Mikiagarði í
Eyjafirði. Ilefur það auðsjáan-
lega vaxið þar nokkur ár, borizt
með grasfræi eða hænsnafóðri.
Langmest er um slæðinga á
Suðvesturlandi eins og eðlilegt
er, vegna mestra samgangna. En
þeir finnast samt i öllum lands-
hlutum. 20. júli 1960 sá ég t. d.
17 tegundir slæðinga í Patreks-
fjarðarkaupstað og s. 1. sumar
22 tegundir á ísafirði. Nokkrar
þessara tegunda eru nýlegir
slæðingar á Vestfjörðum, en hafa
lengi vaxið sem villijurtir suð-
vestanlands.
Sumar tegundir hafa verið
fluttar inn til ræktunar og dreif-
ast siðan út frá görðum. Sem
dæmi skal nefnt fallega, bláa
engjamunablómið (Garða-gleym-
mér-ei). Það var nú allvíða utan
garða i Reykjavík, en einnig
úti um sveitir, i skurðabökk-
um, við læki og viðar. Á garða-
skoðunarferð um Skagafjarðar-
og Húnavatnssýslur sumarið
1960, sá ég það utan garða á 12
stöðum. Það hefur líklega all-
lengi vaxið villt á Litlu-Laugum
í Reykjadal og Laufahlíð i
Reykjahverfi, svo dæmi séu
nefnd. Ljósatvítönn slæðist
einnig út frá görðum og vex a.
m. k. á 47 stöðum i Skagafirði
og Húnavatnssýslum — utan
garða.
Ef lagður er nýr vegur, er ís-
lenzk gleym-mér-ei þar fljótlega
komin i vegjaðrana. Hún berst
mikið með umferðinni. Sum fræ-
in tolla i ull kinda og einkum
krókhærð aldin o. s. frv.
í Flóru íslands árið 1901, er
getið 44 tegunda slæðinga -—
aldamótaslæðinganna —. Að
þeim meðtöldum hafa liér alls,
frá aldamótum til 1962, fundizt
rúmlega 160 tegundir erlendra
slæðinga. Er það mikið, hlut-
fallslega, þegar þess er gætt, að
i landinu vaxa aðeins um hálft
fimmta hundrað tegunda villtra
blómplantna. (Auk alls konar
tegunda og afhrigða túnfífla og
undafífla). Al' þessum 160 teg-
undum slæðinga má sennilega
telja um 25 tegundir ílendar, eða
líklegt að ílendist. Slæðingarnir
vaxa við bæi og kaupstaðahús, í