Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 55
NOTKUN HLJÓÐBYLGNA í IÐNAÐl
63
Á sumum sviðum er hljóð-
tækniútbúnaður þegar orðinn
samkeppnisfær. Sagt er, að slík-
ur útbúnaður, uppsetning hans
og rekstur sé nú ódýrari við
vinnslu á hnetusmjöri, rjómaosti
og mjólk heldur en notkun eldri
tækja.
Líklegt er, að um vaxandi
notkun hljóðorku verði að ræða
i matvælaiðnaðinum, hvað duft-
mölun, blöndun, jöfnun og fitu-
sprengingu snertir.
Þannig væri hægt að veita
grænmetissal'a og „puré“ jafn-
ari seigjueiginleika. Efni, sem
bætt er í til bragðbætis og
geymsluþols, myndu þannig
verða áhrifameiri.
Með prófun er hægt að finna
skemmt egg eða gerjun í niður-
suðudós með því að nota sömu
meginreglu hljóðtækninnar og
notuð er, þegar leitað er kerfis-
bundið að kafbát í hafdjúpunum.
Og útbúnaður hefur verið fund-
inn upp, sem mælir fitulausu
efnin og fituna í mjólkinni og
gefur frá sér rafeindamerki,
sem hægt er að virkja til þess
að stjórna lokum og skrá upp-
lýsingar.
Oft eru notaðir vökvar, þegar
hljóðtækniaðferðum er beitt við
vinnslu. Þá eru svo háar hljóð-
bylgjur framleiddar, að þær
framkalla „cavitation“ í vökvan-
um (nokkurs konar myndun
,,gufupoka“), en það er ein-
kennilegt sprengiafl, sem vaknar
við myndun og eyðingu nokk-
urs konar „gufupoka" i ólgandi
vökva. Þetta afl getur rifið í
sundur langar sameindir og
valdið þvi, að efnabreytingin
hefjist eða auki hraða sinn. Með
notkun afls þessa er hægt að
gera vaka (enzyme) óvirka og
lækka sameindaþunga stórra
sameinda. Þetta er kostur, þegar
uin framleiðslu lalcka og fernis
er að ræða, en þá er álitið, að
húðunareiginleikinn batni við
það, að haft er vald yfir sam-
eindaþyngdinni.
Nokkur bandarísk fyrirtæki
nota einnig' áhrif þessa afls
til þess að skera stökka málma,
tungsten, quartz, carbide, gler
og dýra steina.
Eitt iðnfyrirtæki er að smíða
sér nokkurs konar hljóðskurð-
ar og mótunartæki, sem not-
færir sér eyðileggingaráhrif
ultrasónisks titrings til þess að
rista málma, móta sérstaklega
hörð mót og búta sundur stökka
búta úr silicon og germanium
til framleiðslu „transistora“.
Skartgripaiðnaðurinn notar
nú þegar þessa skurðaðferð í
stórum stíl. Þannig má móta
inynztur auðveldlega og skjótt
i dýra steina með einni vinnslu-
aðferð.
Nokkur bandarísk iðnfyrir-