Úrval - 01.05.1963, Side 86
94
ÚR VAL
götum og á túnum, á jarðhita-
svæðum o. s. frv. Sumir eru
orðnir illgresi í jarðhitagörðum,
eins og t. d. tvitönnin. 1 þessu
sambandi má geta þess, að nýju
illgresiseyðingarlyfin gcta orðið
slæðingunum næsta hættuleg —■
og jafnvel útrýmt sumum þeirra.
Lyfin gera einnig það að verk-
um, að sáðvörur verða minna
blandaðar „illgresisfræi“ en áð-
ur var.
Af nýlegum slæðingum, sem
tekið hafa sér Ijólfestu í land-
inu og breiðzt út síðustu áratugi,
skulu þrír nefndir: Geitakál,
hóffífill og skógarkerfill, allt
fjölærar, harðgerðar jurtir. Er
þeim og útbreiðslu þeirra lýst í
Náttúrafræðingnum. Loks skal
lauslega getið frægs slæðings
sem numið hefur lönd og breiðzt
út með ævintýralegum hraða,
en það er gullbráin eða túnbrá-
in; jurt svipuð baldursbrá en
hefur minni og kúptari körfur
— algular. Það mun hafa verið
um 1895 að Bjarni Sæmundsson
náttúrufræðingur fann fyrstu
gullbrárnar hér á landi í Þing-
holtunum og við dómkirkjuna i
Reykjavik. í skýrslu náttúru-
gripasaínsins árið 1902 segir:
„Mjög mikið af gullbrá í Reykja-
vík. Afgirt svæði algróin og
stanglingur um fáfarnar götur og
torg.“
Árið 1928 er gullbráin komin
til Oddeyrar og 1932 norður að
Hornbjargsvita. Vex hún nú í
öllum landsfjórðungum, en lang-
útbreiddust samt sunnanlands.
Nú má heita að gullbráin vaxi
við hvern bæ um Ölfus, Flóa,
Hreppa, Skeið, Landeyjar, Eyja-
fjallasveit og Mýrdal — og víða
í stórum breiðum við bæina. Um
Holtin, Grímsnes, Borgarfjörð
o. s. frv. vex hún hér og hvar, en
landnámið er greinilega
skemmra á veg komið. Gullbrá-
in fylgir umferðinni, kemur t.
d. venjuleg'a fljótt í kaupstaði,
kirkjustaði og samkomustaði.
Hvar eru heimkynni þessarar
jurtar, sem slæðzt hefur fyrir
tæpum 70 árum hingað til lands
og náð svo óhemju örri út-
breiðslu?
Gullbráin er mikill ferðalang-
ur, komin um langan veg alla
leið austan lir lengi afskekkt-
um héruðum Mið-Asíu. í þúsund-
ir ára mun heldur lítið hafa á
henni borið utan heimkynnanna.
En seint á 18. öld barst hún til
hafnarborga Asíu og' þá kom
tækifærið. Hún dreifðist út um
heiminn með ævintýralegum
hraða. Milli 1860 og 1900 barst
hún með skipum til margra
hafnarborga Evrópu og á síðasta
tug aldúrinnar dreifðist hún
ákaflega út með járnbrautar-
lestum um meginlandið. Aldinin
tolla vel við varninginn og við