Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 118
126
ÚR VAL
þessa þróun málanna. Vi5 íslend-
ingar hðfum verið of fastir á a5
halda útnesjum og afdölum í
Ijyggð. MannlífiS á ekhi aS vera
hokur á einhverjum sérstökum
þúfum, heldur hreyfanleg grö-
andi heild, sem unnt er aS laga
eftir efnislegum skilyrSum og sál-
fræSilegri tilhneigingu tímans.
ViS hefSum aukiS hamingju
fólks og sparað fé, ef við hefð-
um skilið þetta betur.
En það er samt nokkur eftir-
sjá i hinni karlmannlegu lífsbar-
áttu útnesjanna, og i bili virðist
ekki neitt vera komið í staðinn
fyrir hana.
Hin harða lífsbarátta er eins
konar baktrygging fyrir mann-
gildið. ÞaS eitt að sjá sér og sín-
um farborða við óblíð skilyrði
er þroskandi fyrir hönd og anda,
og það er þess vegna, sem þjóð-
in öll er í skuld við Hornstrand-
ir og Jökulfirði, er þeir nú skila
sínu fólki í hina miklu deiglu
borganna.
Eklcert undraði það mig, þótt
Jökulfirðir og Hornstrandir ættu
eftir að lifa nýju lífi i framtið-
inni. Ég hygg þó naumast, að um
fasta búsetu verði að ræða þar
um sinn, enda samgönguskilyrði
slík, að varla þarf á að halda.
Nú þegar er fólk farið að leita
vestur í firðina i sumarleyfi. Það
fer á bátum eða lætur flytja sig
og liggur við i tjöldum, tínir ber
og veiðir silung.
Ég býst við að ferðafélög eigi
eftir að reisa þarna skála og ryðja
og varða götuslóða um brattar
hlíðarnar, svo að auðveldara sé
að komast upp á brúnir og hyrn-
ur og fá skyggnzt út yfir hina
þöglu eyðifirði.
Ég býst við, að silungsárnar
verði leigðar og menn komist
upp á lag með að nytja rekann.
Ég' býst við, að það eigi eftir
að rísa sumarbústaðir á fegurstu
blettunum. Og um slóðir þær, sem
fyrrum tróðu gamlir, lúnir karlar,
marghertir í vetrarbyljum á landi
og sjó, muni vera að leik börn
hinna síðari kynslóða, sem þekkja
hið Ijúfa líf.
Vandaðu mál þitt.
Lausn af bls. 56.
1. flenna. 2. gægsnislegur. 3.
kuðla. 4. njóli 5. erfiða. 6. svik.
7. ögn. 8. neisti. 9. „krulla" hár. 10.
stirt (einkum haft um lestur).
11. vandræði, klípa. 12. hreyfa sig.
13. Langvinnt er mein manna.
(Læ hér mein). 14. Eiga alls kost-
ar við. 15. Er vel af hendi leyst.
16. Það er honum líkast. 17. Það
er gráð. 18. Sjórinn er lognsléttur.
19. Hafa áhyggjur vegna einhvers
(einkum að hann hlaupi á sig). 20.
Sá er verst settur, sem ekki unir
við neitt.