Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 30
38
ÚR VAL
urn mátti samt enn sjá Mark
litla gæla við hann Jeffrey, litla
bróður sinn, en Mark var ein-
mitt barnið í rniðið, hið mikla
vandamál.
„Ef til vill býr Mark bara yfir
svona óskaplega rótfastri örygg-
iskennd,“ sagði ég áhyggjufull-
ur við konuna mína.
„Nei, nei,“ sagði hún, „þetta
er bara látalæti í honum. Við
þurfum þess vegna að fullvissa
hann um, að við elskum hann
ennþá. Hann þarfnast þess,
veslingurinn.“
Maxine var lika búin að lesa
bókarkafla um látalæti öryggis-
lausra systkina og hafði tileink-
að sér efni hans fyllilega. Það
virðist sem sum börn sýni ekki
nein merki afbrýðisemi gagn-
vart nýja krakkanum vegna þess
eins, að þau óttast, að þannig
muni þau glata ást foreldra
sinna. Þvi fela þau óhamingju
sína, og stundum ganga þau
jafnvel svo langt, að þau láta
sem þau gleðjist að þessari ný-
komnu ófreskju.
Foreldrar verða að vera mjög
vel á verði og leita sífellt að
merkjum um slíkt viðhorf eldri
systkinanna. Slík börn þarf ein-
mift að fullvissa alveg sérstak-
lega um varanlega ást foreldr-
anna.
Maxine gekk til Marks og
sagði: „Elskan, hann pabbi þinn
og ég, sko, við viljum bæði, að
þú vitir, að við elskum þig alveg
jafnheitt og áður. Því getur ekk-
ert breytt.“
„Æ, ég veit það,“ sagði Mark
óþolinmóður og vék sér undan
kossi hennar. „Æ, mamma, mig
langar til þess að leika mér við
Jeff.“
Maxine gekk yfir til mín.
„Hann hefur aldrei ýtt mér frá
sér áður.“
„Æ, hafðu eng'ar áhyggjur af
því, elskan,“ sagði ég huggandi
rómi. „Barnið er bara nokkurra
vikna gamalt. Það er enn tími til
stefnu fyrir Mark til þess, að
með honum megi þróast hið
eðlilega viðbragð eldri bróður,
sem finnst, að hann sé afskipt-
ur.“
Nokkrum dögum síðar gafst
mér tækifæri til þess að minna
Andrew á, að hann væri ennþá
barnið okkar, þótt hann væri
elztur bræðranna. Hann varð
auðsýnilega afundinn og hörf-
aði undan, er ég' klappaði hon-
um á öxlina. Svo sagði hann:
„Hvernig getið þið ætlazt til
þess, að ég verði stóri bróðir
hans Jeffs litla, ef þið haldið, að
ég sé líka smábarn?"
Er mánuðirnir þutu fram hjá,
versnaði ástandið um allan
helming. Það virtist sem eng-
inn hefði neitt á móti návist
Jeffreys litla. Hann var enn sá