Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 67
IIANDLEGGUR GRÆDDUR Á DRENG
konu: „Látið þennan handlegg
í ís.“ Hún fyllti tvær skálar af
muldum ís úr ísvél eldhússins,
lagði handlegginn á þær og hlóð
íspokum umhverfis hann.
Umhverfis dr. Edmunds var
nú kominn hópur af læknum, og
meðal þeirra hinn þrítugi dr.
Ronald Mall, starfandi skurð-
læknir og ef til vill þýðingar-
mesti maðurinn, sem Eddy
fékk að sjá þennan dag. Lækn-
arnir héldu ráðstefnu úti á
ganginum. Aldrei höfðu þeir
lesið um það i læknisfræðiritum,
að tekizt hefði að skeyta aðal-
útlim við líkamann á nýjan
leik. En hér virtist tilvalið tæki-
færi til þess að gera þá tilraun.
Sérhvert skref i aðgerðinni út
af fyrir sig — að skeyta saman
bláæðar, slagæðar, bein, vöðva
og húð — hafði árum saman
verið alvanalegt starf. En var
hægt að gera þetta allt sam-
tímis?
Á meðan læknarnir voru að
skeggræða, veitti sjúkrahúsprest-
urinn Eddy hinn síðasta smurn-
ing. Því næst kom faðir Eddys,
sem vann við kjötniðursuðu á
næturvakt, og hafði verið sof-
andi, þegar siminn hringdi.
Læknarnir skýrðu honum frá
hvernig ástatt væri og spurðu,
hvort hann gæfi samþykki sitt
til þess að tilraun yrði gerð. Og
75
Knowles gaf skriflegt samþykki
sitt.
Dr. Malt bað nú aðstoðar-
lækni sinn, dr. John Hermann, að
fara með handlegginn upp i
skurðstofu nr. 5. Þar þvoði dr.
Herrmann sér vandlega, klædd-
ist sótthreinsuðum kyrtli og tók
til starfa. Fyrst leitaði hann
uppi þrjá aðal taugastofna hand-
leggsins og stærstu æðar, sem
virtust sæmilega heillegar. Þvi
næst stakk liann dælu í endann
á slagæðinni og skolaði allt æða-
kerfið með heparinupplausn
(sem hindrar blóðstorknun),
siðan með antibiotica (gerla-
eyðandi, fúka-lyfjum) og loks
með vökva sem likustum vess-
um líkamans. Handleggurinn var
hvergi særður annars staðar.
Beinið var skábrotið og óslétt í
sárið, en ekkert molnað úr því.
Því næst dældi dr. Herrmann
„contrast“-efni i slagæðina (svo
að æðarnar sjáist á röntgen-
mynd) og siðan voru teknar
röntgenmyndir, til þess að sjá,
hvort nokkurs staðar væru æða-
stíflur.
Á meðan á þessu stóð, var
Eddy ekið inn i svæfingarstof-
una. Þar var dælt í fótinn á
honum vöðvaslappandi lyfi og
róandi lyfi i æð. Þá var klukk-
an 15.40. „Og nú hef ég líklega
eyðilagt fríið fyrir pabba og
mömmu,“ sagði Eddy. „Þau