Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 139
ZANZIBAfí, PAfíADÍS ÍIINNA LÖTU
147
sem hann er að gera, — ef hann
er þá að gera eitthvað —- og hlusta
á spaug eða sögu. Fastmælum er
yfirleitt ekki hætt að treysta.
Engum dettur í hug að flýta sér
og hugsunarhætti eyjabúa er
bezt lýst með hinum gamla Swa-
hiti-málshætti: „Haraka haraka
haina baraka“, þ. e.: „Ekki er
flas til fagnaðar."
Kaupsýslumaður sagði eitt sinn
við mig: „Jafnvel þótt þú viljir
vera duglegur að vinna, jiá get-
urðu það ekki í þessu loftslagi.
Stundum vinn ég i eina klukku-
stund og þá er ég orðinn dauð-
þreyttur. En hvað gerir það? Ég
fæ mér stundarblund seinni hluta
hvers dags. Venjulega hvíli ég
mig alla sunnudagana, sef næst-
um frá morgni til kvölds.“
Bretar hafa gert miklar áætl-
anir um frekari þróun eyjarinnar.
Ein er sú, að auka mjög og efla
fiskiðnað á Zanzibar. Hafið um-
hverfis eyjarnar er fullt af fiski,
m. a. túnfiskur, sardínur, makríll
og sæborarrar. Á hverjum degi
sigla þúsundir fiskimanna út frá
Zanzibar i litlum seglbúnum
barkarbátum, til þess að freista
gæfunnar og náttúran sér um að
þeir verða ekki fyrir vonbrigðum.
Vandkvæðin eru bara þau, að
þegar einn þeirra hefur veitt
nokkra fiska, hættir hann þann
daginn og' gengur til hvílu, eða
bregður sér inn í eitthvert kaffi-
húsið. Hvorki loforðið um meiri
peninga né reiði ensku embætt-
ismannanna getur haggað honum
frá vana sínum og vilja. Þrátt
fyrir allt sem Englendingar gera
heldur lífið áfram á Zanzibar
óbreytt eins og það hefur gert
öldum saman, óháð því sem er
að gerast úti í hinum stóra heimi.
I gamla daga hafði maður leyfi
til að reisa hús sitt, hvar sem
hann vildi — og það var ekki svo
sjaldan á veginum miðjum. Af
þessum ástæðum er Zanzibar i
dag tröllaukið völundarhús. Göt-
urnar hlykkjast í allar áttir, að-
eins fáar þeirra eru nógu breiðar
fyrir bila. Ein þeirra ber nafnið
Sjálfsmorðsgata. Þegar ökutæki
nálgast verður hinn fótgangandi
maður að taka leiftursnögga og
örlagaríka ákvörðun — hvort
hann eigi að láta fætur forða sér,
eða þrýsta sér upp að vegg og
vona það bezta. Það> er ekki þjóð-
arsiður Zanzibarbúa að flýja,
svo að þeir kjósa undantekning-
arlaust vegginn.“
í öðrum g'ötum, þar sem bifreið-
ar myndu aldrei geta farið ferða
sinna flækist fólk um og verður
bara einstöku sinnum að stökkva
til hliðar undan „rickshaw",
uxakerru eða hjólhesti. Arabisk
og hindúsk tónlist rennur saman
í villtan misklið. Feitir Hindúar,
sem lifa á því að lána út peninga,