Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 170
178
ÚR VAL
putins, sem virtust stafa frá sér
eins og fosfórbjarma, sem ýmist
nálgaðist eða fjarlægðist. ?Iann
ætlaði að segja eitthvað, en gat
það ekki. Eins og úr fjarska
heyrði hann Rasputin tala við
sig bliðlega og spyrja sig, og
hann heyrði sjálfan sig svara.
Þegar hann kom til sjálfs sín,
lá hann enn á rúminu og Ras-
putin stóð hjá honum. „Hvað
kom fyrir?“ spurði prinsinn
ruglaður. „Hvað sagði ég?“
„Þér hafið sagt mér allt,“ sagði
Rasputin brosandi. „Verið ekki
hræddur. Þér megið ekki missa
kjarkinn núna.“
Yussupov reyndi af alefli að
átta sig, að minnast þess, að
hann hafði helgað sig föðurland-
inu og þess, sem réttlætti dauða
Rasputins.
„Segið mér,“ sagði hann eft-
ir stundarkorn, „haldið þér að
Guð muni leiða oss til sigurs?"
Það var líkast þvi að hann væri
að grátbæna Rasputin um að
gefa drengskaparyfirlýsingu um
sigur Rússa yfir óvinum sinum,
og hefði liann gert það, hefði
hinn ungi ofstækismaður að lík-
indum hætt við allar ráðagerðir
sínar þar á stundinni.
En það var nú öðru nær en
að Rasputin gerði neitt slikt.
„Öll þessi deila er hreinasta
fásinna,“ sagði hann dapurlega.
„Þjóðverjinn er maður og bróð-
ir okkar. Hefur Guð ekki sagt
okkur að elska óvini okkar?
Við höfum gleymt kærleiksboð-
orðinu.“
Þar með voru örlög Rasputins
innsigluð.
ÉG ER REIÐUBÚINN.
Aftökunefndin var saman
komin, til þess að ráðgast um
öll smáatriði i framkvæmd
morðsins.
„Eg held, að bezt væri að nota
eitur,“ sagði Purishkevich.
„Þvi fylgir enginn hávaði.“
Hinir kinkuðu kolli til samþykk-
is.
„Að visu getur orðið erfitt að
koma þvi við,“ hélt hann áfram.
„Við verðum að koma öllu mjög
vandlega fyrir, til að forðast að
vekja grun hjá honum.“
Yussupov prins reis á fætur
og gekk órólegur um gólf.
„Ég held það væri bezt að
vera heima hjá mér,“ sagði hann
þreytulega. „Kona mín og for-
eldrar eru suður á Krim, svo að
ég er einráður í húsinu. Og það
má algerlega treysta þjónum
mínum."
Það var samþykkt, að prins-
inn skyldi bjóða Rasputin heim,
lielzt eftir miðnætti, því að þá
væri auðveldara að losa sig við
líkið. Prinsinn var i vandræð-
uin með að finna frambærilega