Úrval - 01.05.1963, Síða 168
176
ÚR VAL
öll, barnið okkar, þú og ég og^
Rússland.“
Þetta var að vísu ekki fylli-
lega réttmætt hjá henni, en þaS
dugSi til þess, að keisarinn sendi
þegar skeyti til Rasputins og
baS hann að koma. En Rasputin
var þá svo drukkinn austur í
Prokovskoye, aS ekki var hægt
aS afhenda honum skeytiS fyrr
en daginn eftir. Þá rann þegar
af honum og hann hraSaði sér
til höfuðborgarinnar.
Jafnskjótt og hann kom þang-
aS, ók hann til halíarinnar,
gerði krossmark yfir deyjandi
drengnum, kraup á kné við rúm
hans og baðst fyrir. Og enn einu
sinni brá þegar í stað til bata.
Blæðingin stöðvaðist og hitinn
hvarf.
„Þakkið GuSi,“ mælti Ras-
putin við djúpt snortna og þakk-
láta foreldrana. „Þakkið honum,
að hann hefur enn einu sinni
gefið mér lif sonar yltkar fyrir
bænir mínar. En þetta er í síð-
asta sinn, sem ég get bjargað
honum.“
Og eins og svo oft áður, hafði
Rasputin rétt að mæla.
AFTÖKUNEFNDIN.
Rasputin hélt áfram að ógna
hið ógurlega blóðbaS fyrri
Heimsstyrjaldarinnar, og hann
gerði enn tilraun til að stöðva
það. Með hjálp drottningarinnar
tókst honum að sannfæra keis-
arann um, að Rússland ætti að
draga sig út úr deilunni, og
sumarið 1916 tókst honum að
stofna til leynilegra samninga
i Stokkhólmi um sérfrið við
Þýzkaland. Rasputin var ljóst,
að slíkar friðarumleitanir kynnu
að verða túlkaðar sem landráð.
En þrátt fyrir alla varúð, komst
orðrómur á kreik, sem fyllti
franska ambassadorinn skelfingu
og hvatti Nikulás stórhertoga
til tafarlausra aðgerða.
Hernaðarstaðan fór siversn-
andi fyrir Rússa. Hvarvetna á
á hinni löngu víglinu biðu fylk-
ingar þeirra hið mesta afhroð. Ó.
ánægjan fór vaxandi um allt
landið og kröfugöngur gegn
stjórninni urðu sifellt ofsafyllri.
Hægrisinnaðiar þjóðernis-
hreyfingar vonuðu að geta lægt
öldurnar — sér í hag — með
því að víkja lceisaranum frá
völdum og setja i hans stað ein-
beittari mann, þ. e. a. s. Nikulás
stórhertoga. En augljóst var, að
fyrst urðu þeir að losa sig við
Rasputin, og i þvi skyni var
skipuð „aftökunefnd".
1 henni voru fimm menn. 1.)
Dimitri stórhertogi, bróður-
sonur keisarans, ungur og fölur
fagurfræðingur, með sjúklegum
tilhneigingum. 2.) Prins Felix
Felixovitch Yussupov, sem eins
og Dimitri var einn úr hópi