Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 150
158
ÚRVAL
yfir móðursjúku kvenfólki,"
sagði lögreglustjórinn i Ivazan,
þegar hans ráða var leitað.
„Hann er óbilgjarn, metnaðar-
gjarn —- og algerlega á mínu
valdi.“
Með þessu átti hann við, að
það mætti neyða Rasputin til
hvers sem væri, með því að
hóta honum að taka upp aftur
gamla kæru um kynferðisárás,
sem fyrir löngu var látin niður
falla, vegna skorts á sönnunum.
Gaf lögreglustjórinn í skyn, að
hann kynni að geta aflað, eða ef
til vill framleitt, nægar sannanir
til að fá hann dæmdan.
Nefndinni leist vel á þetta, en
lét sér þó nægja næstu þrjú ár-
in að fylgjast með stöðugt vax-
andi orðstír Rasputins, sem trú-
arlækni. En 1905 bað nefndin
Hermogen biskup, sem var með-
limur i einu liinna óánægðu
þjóðræknisfélaga, að bjóða Ras-
putin til Moskvu. En þegar hann
væri Itominn þangað, var Önnu
Vyrubovu, mágkonu Eugen Go-
lovins greifa og kamerherra við
hirðina, falið að koma honum
inn í keisarahöllina. Og við höf-
um nú séð, hversu vel það tókst.
ÓGÆFUSÖM HJÓN.
I rauninni var vandalaust að
koma slíkum mönnum inn i
höllina. Keisarahjónin voru bæði
sérstakleg'a ginnkeypt fyrir
slíkri trúarlegri dulfræði.
Fáir þjóðhöfðingjar hafa hlot-
ið jafn sorglegt hlutskipti og
Nikulás keisari II. Hann var lít-
ill vexti, vingjarnlegur og lítil-
sigldur, og hefði sennilega orð-
ið lánsamur smákaupmaður. En
til að stjórna víðlendu ríki, sem
herjað var af þjóðfélagsbylting-
um, þar sem voldugir og undir-
förulir lénsherrar óðu uppi og
sem auk þess átti í stórstyrjöld, 1
var hann allsendis óhæfur.
Við krýningarathöfnina losn-
aði hin keisaralega keðja ein-
hvern veginn af brjósti hans og
féll á gólfið, öllum viðstöddum
til mikillar skelfingar. Geta má
nærri, hve hræðilegum liugboð-
um þetta óheillavænleg'a atvik
olli í þessu hjátrúarfulla landi
— og þau áttu bráðlega að ræt-
ast.
Hræðileg ógæfa lienti við sjálf
krýningarhátíðahöldin. í Moskvu
höfðu verið sett upp nokkur
hundruð borð á Khodinkaflöt-
inin með góðgerðum handa
mannfjöldanum. Eftir flötinni lá
djúpur skurður, sem plankar
höfðu verið lagðir yfir. Plank-
arnir brotnuðu undan þunga
fólksins sem ruddist fram að
borðunum og mörg hundruð
manns féllu í skurðinn og' tróð-
ust til bana af þeim sem á eft-
ir komu og var þrýst áfram. af
manngrúanum, sem ekki vissi,