Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 47
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
55
glögga mynd af góðiim kennara,
og þar farast honum orð á þessa
leið:
„Hann, kennarinn, vakir fram
á nótt við undirbúning undir
næsta dag, síveltir fyrir sér á
hvern hátt hann bezt fær skýrt
nemendum sínum flókið efni,
knúið þá til hugsunar og sjálf-
stæðrar starfsemi, grópað í hug
þeim og höfuS* nýja þekking, svo
að seinan fyrnist. Hann aflar
sér hvíldar- og sérhlífðarlaust
nýrrar kunnáttu í kennslugrein
sinni og starfi. Hann veitir eftir-
tekt fari nemenda sinna og fasi,
skapstyrk og skapveilu, hug
þeirra og þörfum. Hann fagnar
alhugað hverju framfaramerki,
hverri kvikandi andlegri ljós-
skíniu í ungum brjóstum, er hon-
um eru til forsjár falin i náms-
sókn þeirra og fullkomnunarvið-
leitni.“
Þetta eru harðar kröfur og
hefði ekki ölhim hentað að bera
þær fram. En Sigurður Guð-
mundssón gat úr flokki talað og
hefur dregið upp sjálfsmynd, svo
að hvergi skeikar.
Hann var sannarlega kennari
af guðs náð.
Nýtt rannsóknartæki við hjartarannsóknir.
Ný rannsóknartæki, sem nefnist „cardioscopy", gerir læknum
fært að skyggnast beint inn í mannshjartað án þess að opna
brjóstholið.
Dr. Eric Carlens og dr. Torsten Silander, læknar við Hjarta-
sjókdómadeild Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, fundu ný-
lega upp tæki til Þess að gera rannsóknartækni þessa mögulega.
Þetta er í raun og veru hárnákvæm smásjá, og lögun hennar er
þannig, að hún myndar rétt horn. Henni er stungið inn í hægri
hálsslagæð sjúklingsins.
Sá hluti smásjárinnar, sem „séð“ er með, er málmrör, um 12
Þumlungar á lengd og aðeins minna en 6 millimetrar í þvermál.
Það hefur 90 gráðu linsu, speglakerfi, sem hægt er að snúa 360
gráður, og örlitla rafmagnsperu, sem hægt er að kveikja og
slökkva á. Einnig er um að ræða ofurlitla gagnsæja blöðru.
Þegar hún er blásin upp, þrýstir hún laust á vegg hægra fram-
hólfs hjartans. Hinn létti þrýstingur þrýstir blóðinu burt og ger-
jr það mögulegt að skyggnast um í hjatanu með góðum árangri.