Úrval - 01.05.1963, Side 166
174
putin, í skjóli þess, að stórher-
toginn hafði nú kastað hanzk-
anum.
Á yfirborðinu lét Rasputin
eins og ekkert væri. En viku
eftir atburðinn þegar hann kom
frá árdegismessu, ávarpaði hann
fólkið, sem beið fyrir utan hús
lians eins og venjulega. Hann
lyfti höndunum eins og til að
blessa söfnuðinn og allt varð
hljótt.
„Þið vitið öll,“ sagði hann,
„að ég á óvini, sem öfunda mig
af kærleika þeim, sem keisara-
hjónin bera til min. Það eru
blindir menn, sem ekki sjá, að
það er rödd Guðs, sem talar
fyrir munn minn. Þeir eru nú að
unddrbúa rríéiri vandræði og
leitast við að svíkja hinn góð-
hjartaða, mikla keisara. En ég
vil ekki vera valdur að neinum
deilum í húsi keisarans, og þvi
hef ég ákveðið að snúa aftur
heim til Pokrovskoye, þar sem
ég er fæddur.“
Fólkið varð sárhryggt. Sumir
réttu biðjandi upp hendurnar,
aðrir féllu á kné. „Dveldu hjá
okkur áfram, faðir! í nafni
Frelsarans, yfirgefðu okkur ekki
núna!“ En Rasputin brosti að-
eins blíðlega, sneri sér frá þeim
og hvarf inn í húsið.
í maíbyrjun 1914 kvaddi hann
hina grátandi drottningu, og
ÚR VAL
lagði upp í langferð sina til
Síberíu.
Hvað kom Rasputin til að yfir-
gefa höfuðborgina á þessum
hættutímum? Sagnritarar bera
fram ýmsar ósamhljóða kenning-
ar, og enginn getur svarað
spurningunni með neinni vissu.
Það eitt er víst, að eftir burt-
för hans var enginn innan rúss-
nesku ríkisstjórnarinnar, og fá-
ir utan hennar, sem risu upp
til andmæla gegn ófriði.
28. júní, þegar serbneskur
þjóðernissinni myrti Franz
Ferdinand erkihertoga og ríkis-
erfingja Austurríkis, setti Aust-
urríki Serbíu úrslitakosti og
krafðist hefnda, en Rússar lýstu
yfir algerri samstöðu með Ser-
bíu. Heimurinn stóð á öndinni.
En jafnvel þá hefðu þessi skot
i Serajevo ekki þurft að kosta
heimsstyrjöld, því að mikið valt
á þvi, hvaða afstaða yrði tekin
í St. Pétursborg. Og þar lá úr-
slitavaldið í höndum hins veik-
lynda og ráðvillta inanns, sem
var keisari.
Þessa nótt reikaði keisarinn
eirðarlaus um höllina. Hann
scndi Rasputin hvert skeytið á
fætur öðru. En i bókasal keis-
arans sat Nikulás stórhertogi og
beið sigurviss fyrirskipunar um
almennt herútboð, sem mundi
kasta landi hans út í stríð. Hann
hafði sem sé rökstudda ástæðu