Úrval - 01.05.1963, Side 183
r
Fo ii a r €l v *• n mforðo r^I.vsa n n a
Umferðarslys nútímans eru mikið vandamál, og sérhver endur-
bót í meðhöndlun hinna slösuðu er mjög þýðingarmikil. Nýlega
hefur Georg Smith skurðslæknir í Glasgow og samstarfsmenn
hans mælt með nýrri meðhöndlun slíkra svöðusára á handleggj-
um og fótleggjum, og er hún fólgin í Því, að hinn slasaði er lát-
inn anda að sér súrefni undir háum þrýstingi.
Þessi meðhöndlun grundvallast á þeirri staðreynd, að líkams-
hluti, sem slitnað hefur að nokkru leyti eða alveg frá líkamanum,
þarf súrefnisgjöf, svo að honum takist að gróa við líkamann aft-
ur. Oft er hægt að fá líkamshluta, sem hafa gnægð blóðæða, svo
sem fingurgóma og nefbrodd, til þess að gróa aftur við líkamann
án mikillar fyrirhafnar, jafnvel þótt líkamshlutar þessir hafi næst-
um slitnað frá líkamanum i slysi. En aðstæðurnar eru aðrar, hvað
fótleggina snertir, því að blóðstreymið til þeirra er tiltölulega
lélegra. Þá heppnast slík græðing ekki. Hugsunin, sem lá til
grundvallar tilraun Smiths og samstarfsmanna hans, var sú, að
reyna ætti að auka súrefnismagn það, sem berst til vefjanna með
blóðinu, og ætti slíkt að reynast mögulegt með því að auka súr-
efnisþrýstinginn og bæta þannig fyrir lélegt blóðstreymi í vefj-
unum.
Ungur maður hafði lent í ægilegu umferðarslysi, og annar
fótur hans hafði næstum rifnað af honum. Hann hékk bara við
búkinn á nokkrum sinum og slagæð aftan til á lærinu. Með-
höndlun þessi var nú reynd við þennan unga mann, Hann var
látin dvelja í háþrýstiklefa í 12 tíma við tveggja „atmosfæra"
þrýsting súrefnis (tvöfaldan). Síðan styttist dvöl hans í 2 tima
og hélt þannig áfram að styttast smátt og smátt. Þannig tókst
að bjarga afturhluta fótleggsins og hælnum, þannig að aðeins
þurfti að taka framhluta fótleggsins af unga manninum. Auð-
vitað var það nauðsynlegt að framkvæma uppskurðinn, áður en
hægt var að hefja súrefnismeðhöndlunina, en lækninum heppn-
aðist að fá slagæð til Þess að hefja aftur starf að nokkru leyti
að uppskurðinum loknum. Samt greri fótleggurinn. Að vísu varð
um gerlasýkingu að ræða, en það reyndist auðvelt að halda henni
í skefjum, og það varð ekki um neinn vefjadauða (nekros) að
ræða að uppskurðinum loknum.
Það ieikur varla nokkur vafi á því, að súrefnismeðhöndlun
við háþrýsting var þýðingarmikill þáttur í hinum góða árangri.