Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 77
SPÁNN GÆGIST YFIR PYRENEAFJÖLL
85
gamla Manuel Fraga Tribarne.
Undir frjálslyndari stjórn hans,
hefur slakað mjög á ritskoðun,
og í fyrsta sinn á einum manns-
aldri er spænskum blöðum nú
frjálst að skýra frá því, sem fram
fer í þeirra eigin landi.
Það vandamál, sem að sjálf-
sögðu varðar mestu og mun bera
Spáni öruggast vitni, er sjálft
stjórnarfarið, fyrirkomulag þess
og viðhald. í júní siðastliðnum
útnefndi Franco, Augustin
Munoz Grandes yfirhershöfð-
ingja sem varaforseta og sjálf-
kjörinn eftirmann sinn og yfir-
mann i stjórn Spánar. Þar sem
þetta virtist gefa fyrirheit um
að herinn muni tryggja frið og
reglu, ef dauða Francos bæri að
höndum, var þó spruningunni
um það, liver ætti að taka við
hinni æðri stöðu — þjóðhöfð-
ingja — látið ósvarað. Spánverj-
ar vilja vita, hvað þeir eiga í
vænduxn í þessu efni, hvort, og
þá hvaða þátt, þeim verði leyft
að taka i vali hans. Verður
áfram um óákveðinn tíma að-
eins einn stjórnmálaflokkur og
engar frjálsar kosningar? Eiga
þeir að fá konung, og þá livern,
og verður hann þingbundinn eða
einvaldur. Ef spænska þjóðin
vildi fá slakari stjórnartauma og
ráða sér sjálf, gæti hún það, án
þess að verða að þola aftur all-
ar þær 60 eða 70 kreppur, upp-
þot, uppreisnir, stjórnarbylting-
ar og borgarastyrjaldir, sem yfir
hana gengu í meira en heila öld?
Þetta virðist þó öruggt: Ósk
Spánar um þátttöku i „Sam-
eiginlega markaðinum" mun
hafa ófyrirsjáanleg áhrif á bæði
stjórnmál hans og fjárhag í
framtíðinni. Hann hefði ekki
getað borið fram þá ósk nema
þvi aðeins að djúpstæðar breyt-
ingar væru þegar á döfinni.
Spánverji nokkur hefur orðað
það þannig: „Stjórnin hefur
staðið þarna efst á hæðinni eins
og miðalda kastali og gætt okk-
ar með harðneskju og leiðind-
um, en samt veitt okkur 25 ára
frið og næði. En eru nú ekki
siðustu forvöð að gera langtum
fleiri glugga á þykka kastala-
veggina, svo að við getum leyft
vindum nýrra breytinga að
blása inn til okkar og öðlast
betra útsýni yfir Pyreneafjöll-
in?“
Það er auðveldara að veiða tígrisdýr á fjöllum uppi en að
biðja um lán.