Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 69
HANDLEGGTJR GRÆDDUR Á DRENG
77
var miklu auðvcldari viðureign-
ar, því að hún var að gildleika
um það bil tveir þriðju hlutar
af gildleika blýants. Samt var
þetta margþætt verk, sem tók
45 min. Öllum æðasaumi var
lokið nákvæmlega 3 h> klukku-
stund eftir að Eddy féll af lest-
inni.
Og nú var komið að þvi augna-
bliki, sem allt vallt á. Shaw
tók æðaklemmuna af slagæðinni.
Blóðið streymdi fram í handlegg-
inn. Það var dauðaþögn í stof-
unni. Allir stóðu á öndinni.
Hægt og hægt tók vaxbleikur
handleggurinn á sig eðlilegan
holdslit. Það var eins og léki
um hann hjarmi. Læknana lang-
aði til að hrópa húrra. Uppi
á svölunum lieyrðust gleðióp.
„Herra minn trúr,“ sagði dr.
Malt, „er liann fallega rjóður?“
önnur hjúkrunarkonan þreifaði
á höndinni. Hún var heit.
í skurðlæknahópinn var nú
kominn dr. David Mitchell,
beinasérfræðingur. Nú var kom-
ið að þvi að setja saman beinið.
Er þeir höfðu borið saman
ráð sín, Malt, Mitchell og fleiri,
urðu þeir ásáttir um að nauð-
synlegt væri að sprengja eða
negla beinið, þvi að liin minnsta
hreyfing á þvi gæti rifið upp
æðasauminn. Það eru til marg-
víslega lagaðir mergholsboltar
úr ryðfríu stáli. Mitchell prófaði
nokkra, ýtti þeim inn i merg-
hol beinsins, en líkaði þeir ekki.
Að lokum völdu þeir Kúntscher-
bolta, sem í þverskurði er hkur
smárablaði i lögun. Þeir mældu
nú hve langur hann þyrfti að
vera -— 6% þumlungur. Malt
rak boltann með stálhamri upp
í efri beinendann, og Mitchell
ýtti svo handleggnum upp á
boltann. Og nú var klukkan
orðin 20.
Næst lá fyrir að sauma taug-
arnar. Þá kom óvænt babb í
bátinn. Þeir fundu ekki allar
taugarnar i stúfnum, og gálu
heldur ekki gengið úr skugga
um, hvort þær væru illa farnar.
En aðeins örlítill örhnúður á
taugaenda gæti gert handlegg-
inn ónýtan til æfiloka. Malt
leit því á klukkuna, og er hann
sá, að Eddy hafði þegar verið
fjórar klukkustundir á skurðar-
borðinu, tók hann næstu mikil-
vægu ákvörðunina sem hann tók
á þessum degi. Hann ákvað að
fresta taugasaunmum þangað til
síðar, með nýrri aðgerð (sú að-
gerð fór fram 11. sept.)
Malt nam nú hurtu allan dauð-
an vef. Venjulega er það gert
fyrst, en nú hafði því verið
frestað, þar til blóðrásin var
komin í lag, þvi að fyrr var
ekki hægt að sjá, hvað væri
örugglega dautt. Því næst saum-
aði hann saman vöðvana með