Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 122
130
Ú R VA L
að komast,“ báðu mennirnir með
öndina i hálsinum. „Reyndu að
klifra upp,“ sagði Jerry, „gjáin
virðist vera aflíðandi öðrum
megin.“
Gale og Roger óðu i gegn um
krapann og könnuðu umhverf-
ið. Þeir komust með naumind-
um upp á iskristall, öðrum meg-
ín í sprungunni, en hvergi var
sjáanleg uppgönguleið. Þver-
hníptir ísveggir blöstu við þeim
á allar hliðar. „Það er þýðingar-
laust,“ kallaði Roger. „Héðan
kemst enginn hjálparlaust.“ í
örvæntingu sinni fór Jerry að
hugleiða, hvernig hann ætti að
komast yfir sprunguna. Það var
farartálmi, sem ekki lofaði góðu,
jafnvel þótt hann hefði tvo fæt-
ur að ganga á. En þá kom hann
auga á veikbyggða snjóbrú, sem
lá yfir hið ginandi op, örstutt
frá honum.
Næstu mínúturnar liðu eins
og martröð. Ef hann skriði út á
þessa brú, og hún léti undan,
væri úti um þá alla. En ef hon-
um tækist ekki að ná í hjálp,
væri úti um Gale og Roger.
Hann herti upp hugann og staul-
aðist út að brúnni og tók að
skriða gætílega yfir á fjórum
fótum. Með öndina í hálsinum
fetaði hann sig áfram slcref af
skrefi og gætti þess jafnframt að
horfa ekki niður í hyldýpið fyrir
neðan. Þegar hann var næstum
kominn yfir, heyrði hann ís-
hrcjngl losna fyrir neðan sig.
Hjarta hans stöðvaðist. Hann
lokaði augunum og beið þess er
koma skyldi. En brúin hélt, og
að því er virtist eftir óralangan
tíma staulaðist Jerry Dove yfir
á stöðugan ísinn hinum megin
sprungunnar.
Gale og Roger heyrðu hann
kalla til þeirra: „Ég komst yfir.
Ég fer og sæki hjálp.“
íssyllan, sem Gale og Roger
höfðust við á var aðeins um tvö
fet i þvermál. Þeir gátu því
hvergi tyllt sér, né hallað sér
upp að. Það leið ekki á löngu
þar til kuldinn fór að segja til
sin, svo að þeir fundu naumast
til fótanna. Þeir gátu lítið hreyft
sig til að halda á sér hita. Með
herkjubrögðum og með þvi að
styðja hvor annan, tókst þeim
þó að beygja hnén upp og niður
í sífellu til þess að koma blóð-
inu á hreyfingu. Þeir nudduðu
bakið hvor á öðrum og börðu
sér. Af og til tóku þeir lagið.
Þeir þurftu að hafa sig alla við
til að halda sér vakandi; magn-
leysi færðist yfir þá. Þeir
reyndu aftur hnébeyjurnar. Það
leið að nóttu, kaldri og ógn-
þrunginni.
Á meðan á þessu stóð dróst
Jerry yfir jökulinn í leit að