Úrval - 01.05.1963, Side 127
GEISLAR UTAN ÚR GEIMNUM
135
hafa mestan áhuga á. Reynist
það mögulegt að uppgötva eðli
og eiginleika frumefnaagna og
um leið frumeindakjarna, kann
vísindamönnum að takast að
skapa orkugjafa, sem eru svo of-
boðslega sterkir, að slikt mun
fara langt fram úr hinum villt-
ustu vonum, sem tengdar eru
orkuöflun með kjarnorkuklofn-
ingu. Þá munu skapast raunveru-
legir möguleikar til þess að
breyta lífsskilyrðum hér á jörðu
og á öðrum hnöttum, ennfrem-
ur möguleikar til flugs til ann-
arra hnatta og stjarnkerfa.
í öðru lagi má nefna, að á
eftir geimskotinu, sem sovézkir
visindamenn og vélfræðingar
hófu þ. 4. október 1957, fór sið-
an flug mannaðra eldflauga út i
geiminn. Geimgeislar eru ná-
skyldir kjarnageislun, svipaðri
þeirri, er veldur kjarnageislun-
arsjúkdómum. Jörðin er varin
af brynju þeirri, er gufuhvolf
nefnist, og þar að auki eru menn
vanir máttlitlum geislum, sem í
gegnum þá brynju smjúga. En
hvað er að segja um slika geisl-
unarhættu úti í geimnum utan
gufuhvolfsins? Er ekki mögu-
legt, að flugmenn eldflauga, sem
halda út í geiminn út úr gufu-
hvolfi jarðar, verði fórnardýr
banvænna geisla? Athugun sú,
sem farið hefur fram á geim-
geislunum, hefur þegar veitt svar
við þeirri spurningu.
örlög geislaagna, sem fljúga í
átt til jarðar, eru komin undir
hraða þeirra, þ. e. undir orku
þeirri, sem í þeim er fólgin.
Sumar þeirra, sem hreyfast með
tiltölulega litlum hraða, víkja af
sinni braut töluverðum spöl
fyrir ofan gufuhvolf jarðar, og
þar eru þær veiddar i „gildr-
ur“ jarðsegulsvæðisins. Hinar
orkumeiri þeirra brjótast gegn-
um varnir segulsvæðis jarðar og
komast inn í gufuhvolfið. Þar
rekast þær á frumeindir og
frumeindakjarna gas- og loftteg-
unda, sem mynda gufuhvolfið,
svo sem súrefnis, köfnunarefnis
o. fl. Um leið eyðileggja þær
frumeindirnar, þ. e. breyta þeim
i iona. Þær ldjúfa líka suma af
frumeindakjörnunum, sem þær
rekast á, missa orku sina og leys-
ast upp i gufuhvolfinu. Þær þess-
ara agna, sem hraðast hreyfast,
þ. e. nálægt hraða ljóssins, eru
athyglisverðastar. Þær getur
ekkert stöðvað. Agnir, sem ber-
ast inn i gufuhvolfið á slikum
hraða, kunna að rekast á frum-
eindakjarna, en þær breyta ekki
stefnu sinni og finna varla fyrir
afli árekstursins. Ef sá litli
orkuskammtur, sem ögnin kann
að missa við áreksturinn og
yfirfæra til kjarnans, er örlítið
brot af hinni ofsalegu orku agn-
arinnar, þá er þessi árekstur