Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 160
1G8
Ú R VA L
enibættið nema honnm berist
öflug hjálp. Ef ég beiti áhrif-
um minum honum tit stuðnings,
verður hann forsætisráðherra,
annars ekki. Þess vegna býð ég
ykkur viðskipti. Þið sjáið um
að Hermogen biskup missi öll
völd. Rekið hann i útlegð. Þá
mun frambjóðandi ykkar, Ko-
kovzev hljóta embætti forsætis-
ráðherra."
Rasputin reis brosandi á fæt-
ur.
„Hugsið um þetta, en látið mig
heyra svar ykkar bráðlega."
Fyrsta marz 1911 tilkynntu
biöðin i Pétursborg, að komizt
hcfði upp um óreiðu í stjórn
biskupsdæmisins og að Hermo-
gen biskup hefði verið sendur í
kiaustur í Lithauen.
3. marz fluttu blöðin ])á fregn,
að Kokovzev greifi yrði forsæt-
isráðherra hins nýja ráðuneytis,
og furðaði marga á þeirri veit-
ingu.
Tíu dögum síðar fluttu blöðin
enn eina merkisfrétt. Trúarlækn-
irinn Rasputin var á förum úr
landi, í langa pílagrímsför til
Landsins helga.
PÍLA GBÍMSFÖBIN.
Á ferðum sínum ritaði Ras-
putin drottningunni regluiega.
Anna Vyrobova segir frá þvi í
endurminningum sínum, að þeg-
ar drottningin fékk bréf frá
honum, hafi hún eytt öllu kvöld-
inu í að raða og slétta úr papp-
írslöppunum og stafa sig fram
úr klunnalegri rithönd hans. Og
að iokum færði hún þau inn i
dagbók sína til varðveizlu.
„Hvað á ég að segja um kyrrð
úthafsins?“ segir hann i einu
bréfinu. „Þegar ég fór frá
Odessa, var ég i sátt við heim-
inn. Þegar sólin rís upp úr sjón-
um, fer maður að skilja ])ók
lífsins og vizkunnar.“
I Konstantinopel var hann
tekinn fastur út af einhverju
kvennamáli. Honum var sleppt
og málið þaggað niður fyrir
milligöngu rússneska ambassa-
dorsins samkvæmt skipun keis-
arans. Rasputin minntist ekkert
á slíkar niðurlægingar, en frá
Jerúsalem ritaði hann:
„Hin langa ferð mín er á enda
og' ég bar fram þakklæti mitt
við guðsþjónustu. Hversu und-
ursamlegt að standa á heilagri
jörð.“ Síðar segir hann: „Vin
er mjög ódýrt hér og mikið
drukkið af því, þar sem það
kostar sama og ekkert.“
Purishkevitch og vinir hans
höfðu vonað, að Rasputin mundi
aldrei snúa heim aftur. En þeg-
ar leið að árslokum, og keisara-
fjölskyldan var flúin suður á
Krím, undan vetrarhörkum
norðursins, skrifaði Rasputin,