Úrval - 01.05.1963, Page 165
RASPUTIN, LODDARINN MIKLl
173-
aranum o. s. frv. Völd hans virt-
ust takmarkalaus.
En takmörk voru þó til. Hann
skirrðist ekki við að andmæla
ófriði, þegar í sjálfri Dúmunni
var opinskátt ýtt undir ófrið við
Austurríki. Andúðin gegn Aust-
urríki var blásin upp með áróðri
i ræðu og riti. Æsingin var svo
ttikil, að jafnvel hinir varfærn-
ustu menn höfðu beyg af henni
og óttuðust að vera taldir óþjóð-
ræknir. Og þegar Rasputin beitti
öllum sínum áhrifum gegn ó-
friðaröflunum, aflaði það hon-
um margra nýrra óvina — og
meðal þeirra einn, öflugri en
hann hafði áSur koraizt i kast
við.
Því aS nú hafði föðurbróðir
keisarans, Nikulás stórhertogi,
loks ákveðið, að taka beinan
þátt í baráttunni gegn Rasputin.
Hann var hár maður vexti með
isköld augu og metorðagjarn
fram úr hófi. Hann var yfirhers-
höfðingi herliðs höfuðborgarinn-
ar, og átti brátt eftir að verða
yfirmaður alls hins rússneska
herafla —• og leiða hann til'
hinna stórfelldustu ósigra i allri
sögu Rússlands. Hann var þá
stórmeistari sambands rúss-
neskra föðurlandsvina og for-
ingi ófriðarsinna við hirðina.
Hann var því ekkert lamb að
leika við.
Stríðsæsingurinn. fór sívax-
andi, þar til Rasputin var raun-
verulega eini málsmetandi mað-
ur i Rússlandi, sem barðist gegn
ófriði. Allir herforingjar og æst-
ir þjóðernissinnar vildu stríð.
Frjálslyndir vildu það, í von um
að það leiddi til lýðræðislegri
stjórnarhátta. Bolsjevikar og
Anarkistar í von um byltingu
upp úr því. Allir vildu kalla
fleiri menn til herþjónustu, en
keisarinn, einn og yfirgefinn,
þrjózkaðist harðlega við að und-
irrita herútboð. Og allir voru á
einu máli um, að það væri Ras-
putin, sem stappaði i hann stál-
inu.
Á páskadag var öllum Roman-
offum samkvæmt erfðavenju
boöið til fjölskyldumiðdegis-
verðar í höllinni. En nú hafn-
aði Nikulás stórhertogi boðinu
með einskisverðu yfirvarpi.
Þegar keisarinn krafðist skýr-
ingar, svaraði stórhertoginn með
frumlegri hreinskilni, að hann
ætti ekkert erindi í höllina á
meðan þessi „vindbelgur", Ras-
putin, gengi þar út og inn.
Þessi lítilfjörlegi árekstur kom
höfuðborginni úr jafnvægi og
var áfall fyrir viröingu keisar-
ans. Fregnin breiddist út eins
og eldur i sinu, borgarbúar
skiftust í tvo harðsnúna flokka
með og móti, og i átökum þeim,
sem á eftir fylgdu, tóku blöðin
aftur að þirta greinar um Ras-