Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 34
42
ÚR VAL
ur þetta: „Á hverjum morgni
lýsti Tamrin viz'ku Salómons
fyrir drottningunni. Hann skýrði
frá dómum hans, sagði frá dæm-
um um hina miklu réttlætiskennd
hans. Han lýsti því fyrir henni,
hvernig hann mælti fyrir um
veizluhöld, lýsti síðan veizlum
hans. Hann lýsti þvi fyrir henni,
hvernig' hann leitaðist við að
miðla öðrum af vizku sinni,
hvernig hann stjórnaði þjónustu-
fólki sínu og öllum sínum mál-
nm á hinn viturlegasta liátt.
Ilann lýsti þvi fyrir henni, hversu
ljúflega þjónustufólkið yrði við
ölium hans fyrirmælum, sagði
henni, áði enginn sviki annan,
enginn sölsaði undir sig eigur
nágranna sins. Hann sagði henni,
að í ríki hans fyrir fyndust engir
þjófar né ræningjar, því að vegna
vizlcu sinnar þekkti hann mis-
gerðarmennina, og hann ávítaði
þá og gerði þá óttaslegna, og þeir
fremdu því eigi aftur misgerðir
sínar, heldur lifðu friðsömu lifi,
því að óttinn við konunginn
blundaði sífellt í hjörtum þeirra.“
Þessi lýsing hafði geysileg
áhrif á Drottningu Suðursins.
Hún hlustaði á þessar lýsingar
æ ofan í æ, og þær urðu sífellt
dásamlegri í hennar augum. Og er
hún hlustaði á lýsingar þessar og
sögurnar af hinum dásamlega
konungi, óx löngun hennar til
þess að fá að lita hann augum.
Hún vár mjog samvizkusöm, og
hún vildi því gjarnan læra,
hvernig hún mætti stjórna landi
sinu eins vel og Salómon stjórn-
aði ríki sinu. Og hún átti sér
engan ráðgjafa í raun og veru,
hin unga kona, einmana í hásæti
sínu. Dag frá degi óx þrá henn-
ar eftir að halda á fund hans, og
vissulega yar þar ekki um að ræða
þrá eina eftir vizku. Hún hlýtur
að hafa verið mjög einmana, hin
fagra Drottning Suðursins. I
Kebra Nagast stendur þetta enn-
fremur:
„ . . . hún grét af gleði vegna
sagnanna, sem Tamrin hafði sagt
henni. Og hún þráði það heitt að
halda á fund konungsins, en
þegar henni varð hugsað til hinn-
ar löngu ferðar, fannst henni
sem hann væri henni of fjarlæg-
ur og ferðin myndi reynast of
erfið. Hún spurði Tamrin æ ofan
í æ ýmissa spurninga um kon-
unginn, og æ ofan i æ sagði Tam-
rin lienni sögur af honum. Og hún
varð mjög hugsi, og hún þráði
heitt að leggja af stað á fund
hans, svo að hún mætti nema
vizku hans, líta andlit hans, faðma
hann að sér. Og hjarta hennar
vildi, að hún legði af stað, því
að Guð hafði látið hjarta henn-
ar vilja það. Hann hafði blásið
þessari þrá í brjóst henni.“
Og því hélt hún af stað.
Fyrst talaði hún til þjóðar