Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 145
RASPUTIN, LODDARINN MIIÍLl
153
IIANN var ósiðaður, ruddaleg-
ur bóndi, en bjó J)ó yfir undur-
samlegum lækningamætti. Hann
var guðsmaður, en samt hafði
hann óviðráðanlega fýsn í vin
og kvenfólk. Hann hafði enga
opinbera stöðu, en samt varð
hann voldugasti maður Rúss-
lands. Þannig var hið ólgandi líf
J)essa dularfulla munks, Ras-
putins, sem hafði svo yfirnáttúr-
legt vald yfir keisaranum og
drottingu hans, eins og fléstum,
cinknm konum, sem hann kom
nærri, að saga hans varð að
þjóðsögu. En hin sanna saga er
furðulegri en allar þjóðsögur.
Ilér verður sögð hin ófalsaða
frásögn um þátt Rasputins í því,
sem gerðist á árunum fyrir ráss-
nesku byltinguna, tekin upp úr
skjölum hinnar keisaralegu
leynilögreglu, sem ekki voru birt
fyrr cn árið 1957. Það er saga
um undirferli, hneyksli og morð
á æðri stöðum, en jafnframt hin
átakanlegasta saga um mannleg-
ar verur, sem straumröst hins
furðulegasta tímabils mannkyns-
sögunnar hreif með sér.
Sj ANSINN umhverfis
j varðeld Tataraiina
varð stöðugt æstari
og villtari. Ungar
og friðar Tatara-
stúlkur gengu um með vínkrúsir
og seldu mannfjöldanum drykk.
Á bökkum Nevu stóðu tjölcl og
flutningavagnar Tataranna i
röðum, en á bak við var fjöldi
af skrautlegum vögnum, þvi að
það brást ekki nú fremur en
endranær að sumarheimsókn
Tataranna dró til sín ungt fólk
frá St. Pétursborg, ekki sízt af
heldra tagi. Þetta var, í júlí
1907.
Skyndilega ruddist risastór
skeggjaður bóndi, með flaksandi
liár niður á herðar, gegnum
mannþröngina, þreif eina Tat-
arastúlkuna, dró hana að sér og
kyssti hana. Síðan hrifsaði hann
af henni vínkrúsina og svalg úr
henni.
„Kossinn var borgun fyrir
vínið!“ hrópaði risinn. „Sæktu
nú meira vín!“ Svo sveif hann
inn í hringiðu dansins.
Ung og fagurbúin höfuðstað-
arkona borfði með vanþóknun
á lostafullan svip og' búralegan
klæðnað bóndans og' sagði við
félaga sinn: „Hann ýtti við mér,