Úrval - 01.12.1964, Síða 63

Úrval - 01.12.1964, Síða 63
FISKASEIÐI 61 eldrarnir láti sér annt um af- kvæmin. Tökum t. d. hrognkels- in, sem koma hér upp að strönd- inni á vorin til að hrygna. Hrygnan, það er grásleppan, kemur eggjunum fyrir á vörð- um stað t. d. í sprungu eða milli steina á bolninum. Síðan hypj- ar hún sig á brott. Hængurinn, það er rauðmaginn, tekur þá við, frjóvgar eggin og tekur sér síðan varðstöðu við þau, sem hann heldur trútt og stöðugt þá 50—60 daga, sem þeð tekur eggin að klekjast. Hann ræðst af fullum móði á alla, sem trufla hann. Og svo trúverðugur er hann við gæzlu afkvæmanna, að stundum fjarar undan honum. Og til eru hér fiskar, sem sýna afkvæmum sínum enn meiri umönnun. Lítum t. d. á horn- sílið — dverginn meðal íslenzkra fiska — það sýnir afkvæmum sínum sérstaka natni. Hornsílis- hængurinn tekur hlutverk sitt svo alvarlega, að hann byggir eggjunum eins konar hús úr plöntuhlutum og fleiru, sem við skulum kalla hreiður, og er það á stærð við mannshnefa. Þegar þessum undirbúningi er lokið, fær hann einhverja hrygnuna — með góðu eða illu — til að synda inn í hreiðrið. Er hún hefur gert skyldu sína þar, hypjar hún sig á burt. Hængurinn frjóvgar nú eggin og tekur sér síðan varðstöðu við hreiðrið. Og vei þeim, sem vogar sér að nálgast hann nú. Þeim verður engin miskunn sýnd. Hann gætir ekki aðeins eggjanna allan timann, sem þau eru að klekjast, heldur lítur einnig eftir seiðunum um skeið, eftir að þau eru komin úr eggjunum. Syndi þau úr hreiðrinu, eltir hann þau, tek- ur í munninn og syndir með þau heim og hreinlega spýtir þeim inn i hreiðrið aftur. Og það eru reyndar til hitabeltisfiskar, sem ganga skrefi lengra. Hjá þeim klekjast eggin út í munni hængs- ins og þangað leita líka seiðin meðan þau eru lítil, ef hætta er á ferðum. Þótt hér hafi verið nefnd nokk- ur dæmi um, að fiskar láti sér annt uin afkvæmi sín, er það hins vegar ekki útbreitt meðal fiska. Uppvöxtur afkvæmanna er hjá öllum þorra fisktegunda að mestu háður því ástandi, sem ríkir hverju sinni i umhverfi þeirra. Það er augljóst, að gæzla eggja og afkvæma hjálpar til við að koma þessu unga og við- kvæma lífi yfir margar hættur á fyrsta lifsskeiðinu. Sama er að segja um þá fiska, sem fæða lifandi afkvæmi. Og nátturan sjálf tekur þetta með í reikning- inn, því það er almenn regla, að fiskar, sem hafa eggja og seiða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.