Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 109
LÍF OKKAR
ekki á löngu, þangað til maður
fann, hva@ að var.
Fræðsla okkar og þjálfun var
fremur hörkuleg. Það var miklu
meira um högg en kossa, því að
við Tatararnir gerum ekki mik-
ið af því að kyssa, en erum allt-
af reiðubúnir að þola högg eða
gefa þau. Það gilti einu, hversu
vel við leystum störfin af hendi.
Við fengum aldrei neitt að laun-
um.
Væri maður að tálga til snaga
og yrði fyrir því slysi, að hníf-
urinn rynni til og skæri mann,
þýddi ekkert að fara að skæla.
Það var mikið viturlegra að
reyna að vekja enga athygli, því
að öðrum kosti hefði maður
aðeins fengið löðrung í kaup-
bæti. Hvernig fórstu að því að
meiða þig? Þú hefur verið að
hugsa um eitthvað annað en
vinnuna. Þetta kennir þér að
hafa hugann við það, sem þú
ert að gera. „Það er harður
heimur, sem þú þarft að mæta,“
sagði móðir min oft, „þess vegna
skaltu byrja að mæta honum
á unga aldri.“
Ég hef líklega veriö um 10
ára gamall, þegar faðir minn
ákvað að fara aftur með fjöl-
skyldu sína til Englands ásamt
nokkrum öðrum. Tjöldin voru
sett upp á vagnana. Áhöld til
viðgerða á ýmsum búsáhöldum
voru lagfærð, svo að þau yrðu
TATARANNA 107
tilbúin til notkunar. Við fórum
hægt yfir, biðum lengi við
landamæri og komumst svo loks
til Amsterdam. Þar var litlu
vagnalestinni okkar komið fyrir
niðri í lest á skipi nokkru, og
brátt stóðum við á hafnarbakk-
anum i Harwich. Enska fólkið
virtist skemmta sér yfir að sjá
okkur, en það virtist ekki óvin-
samlegt. Ég man, að það hvarfl-
aði að mér, að það hlyti að vera
auðvelt að hafa ofan af fyrir sér
meðal fólks, sem brosti bara,
þegar það leit á mann.
Á þjóðvegunum hittum við
ýmsa ættingja pabba og aðra
brezka Tatara. Okkur fannst
brezku Tatararnir vera ósköp
pasturslitlir miðað við þá, sem
við vorum vön að umgangast.
Þeir liöfðu sérhæft sig og lögðu
bara fyrir sig einhverja ákveðna
grein, sem þeir voru reyndar á-
gætir í. En lífið í Bretlandi virt-
ist ósköp auðvelt. Brezku Tatar-
arnir þurftu ekki að nota hendur
sínar og heila i eins ríkum mæli
og við höfðum þurft. Lifsvenjur
Tataranna hérna voru samt ó-
sköp svipaðar, þótt taka megi
fram, að brezku Tatararnir
kunna mjög lítið fyrir sér í
grasalækningum og grasabruggi.
Við stunduðum alls konar við-
gerðir og vöruskipti, og móðir
mín lærði ensku á stuttum tima.
Vagnar okkar fluttu allt, sem